- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn veldur ekki málinu

Arftakar Sigríðar í dómsmálaráðuneytinu; fyrst Þórdís K.R. Gylfadóttir og síðan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, skrifar í Mogga dagsins. Hún segir þar að eftir að hún fór úr dómsmálaráðuneytinu hafi mál hælisleitenda farið á versta veg. Ekki síst vegna fólks frá Venesúela.

Sigríður bendir á tímamót í málinu. Telur að allt hafi verið með besta móti meðan hún sat í dómsmálaráðuneytinu. Síðan hafi allt farið á versta veg.

„Seinni hluta árs­ins 2019 varð veru­leg breyt­ing á þegar 149 um­sókn­ir bár­ust frá júlí til sept­em­ber það ár. Frá 2019 hef­ur þannig legið fyr­ir að í óefni stefndi. Ekk­ert virðist hafa verið aðhafst til að stemma stigu við þró­un­inni. Stuttu síðar var land­inu nán­ast lokað í nafni sótt­varna. Þrátt fyr­ir lít­il um­svif á vett­vangi stjórn­sýslu og stjórn­mála næstu tvö árin á eft­ir var sá tími ekki held­ur notaður til þess að grípa til aðgerða vegna fólks­fjöld­ans frá Venesúela sem hafði ekki al­veg stöðvast á tím­an­um þótt landið væri lokað flest­um öðrum í lög­mætri för.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Síðustu tveir dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins; Jón Gunnarsson og Guðrún Hafsteinsdóttir.

Sigríður lét einmitt af störfum sem dómsmálaráðherra um mitt ár 2019. Við tóku Þórdís K.R. Gylfadóttir, svo Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þá Jón Gunnarsson og svo Guðrún Hafsteinsdóttir. Öll úr Sjálfstæðisflokki. Reyndar hefur flokkurinn farið með dómsmálaráðuneytið nánast samfellt síðustu áratugi.

Sigríður Á. Andersen: „Það sem af er þessu ári og á síðasta ári eru hæl­is­leit­end­ur frá Venesúela yfir 2.200. Þeir skáka jafn­vel Úkraínu­mönn­um það sem af er þessu ári sem fá þó hér dval­ar- og at­vinnu­leyfi nán­ast skil­yrðis­laust.“

Sigríður kemur víðar við:

„Fyr­ir utan samn­inga fé­lags­málaráðherra við nán­ast gjaldþrota sveit­ar­fé­lög um þjón­ustu við brot af þeim hæl­is­leit­end­um sem hér eru stadd­ir, hvað ná­kvæm­lega sér rík­is­stjórn­in fyr­ir sér í þess­um efn­um næstu miss­er­in? Fyr­ir­heit um flótta­manna­búðir leysa ekki vand­ann held­ur mögu­lega þvert á móti geta flótta­manna­búðir virkað sem seg­ull á þá sem hafa ein­sett sér að mis­nota alþjóðlega sátt um aðstoð við stríðshrjáða.“

Endum á þessu: „Fram­lagn­ing daufra laga­breyt­inga und­an­far­in ár var ekki af hálfu Alþing­is held­ur ráðherra. Andstaðan við jafn­vel útþynnt frum­vörp ráðherra var af hálfu þing­manna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Andstaða stjórn­ar­and­stæðinga skipt­ir litlu máli. Aðgerðarleysi til þriggja ára í mál­efn­um Venesúela er af hálfu rík­is­stjórn­ar en ekki Alþing­is. Komi hún ekki nauðsyn­leg­um mál­um í gegn­um Alþingi í krafti síns þing­meiri­hluta er við hana sjálfa að sak­ast.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: