Stjórnmál

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn skyldi ekki ganga að meg­in­hluta flokks­manna sem vís­um“

By Miðjan

July 14, 2020

Stjórnmál / „Dóms­málaráðherr­ann veit hvernig lands­fund­ur greiddi at­kvæði um hugðarefni henn­ar á síðasta fundi. Taki flokk­ur­inn sér ekki tak tök­um við hatt okk­ar og staf ef við neyðumst til þess.“

Hér eru ekki töluð nein tæpitunga. „Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn skyldi ekki ganga að meg­in­hluta flokks­manna sem vís­um.“ Það er Einar S. Hálfdánarson sem skrifar svo í Moggann í dag.

Hann skýrir mál sitt og varar við og skrifar: „Íhalds­flokk­ur Dan­merk­ur breytt­ist frá því að vera stór flokk­ur í smá­flokk á skömm­um tíma. Við sjálf­stæðis­menn og -kon­ur erum ekki að kjósa okk­ar flokk til að þókn­ast Loga, Helgu Völu og Rósu Björk. Þeir sem vilja al­ís­lenska stefnu í and­stöðu við önn­ur Evr­ópu­ríki og m.a.s. í and­stöðu við jafnaðar­menn í Evr­ópu kjósa Sam­fylk­ingu.“

En hvað er það er sem leggst svo illa í Einar? Jú, mál innflytjenda.

Logi, Helga Vala, Rósa Björk og Sigríður Á. Andersen. Stjórn­laus ólög­leg­ur inn­flutn­ing­ur fólks hef­ur verið staðreynd frá ár­inu 2016. Árleg bein og óbein út­gjöld vegna svo­nefndra hæl­is­leit­enda nema lík­lega 10 millj­örðum króna og fara vax­andi.

„Um 45 manns eru nú í sótt­kví í Sóttvarnarhúsinu á Rauðar­ár­stíg. Húsið er nær fullt að sögn um­sjón­ar­manns þess. Fólkið í sótt­kvínni er allt um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd. Ekki er hægt að ásaka þessa um­sækj­end­ur. Þau eru að gera sitt besta til að kom­ast til lands sem sér þeim fyr­ir bæri­leg­um lífs­kjör­um, frá­bær­um á þeirra mæli­kv­arða. Nei, hér er ein­vörðungu við dóms­málaráðuneytið að sak­ast. Stjórn­laus ólög­leg­ur inn­flutn­ing­ur fólks hef­ur verið staðreynd frá ár­inu 2016. Árleg bein og óbein út­gjöld vegna svo­nefndra hæl­is­leit­enda nema lík­lega 10 millj­örðum króna og fara vax­andi.“

Næst kemur eitruð sneið: „Hvaða stjórn­mála­flokk­ur hef­ur farið með mál­efni inn­flytj­enda frá ár­inu 2016? Af óstjórn­inni að dæma skyldi maður ætla að það væri Sam­fylk­ing. En Sig­ríður Andersen náði ekki einu sinni ár­angri þrátt fyr­ir góð áform. Séð var til þess og henni síðan rutt úr embætti.“