- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn segir nei

„Ef þessi svokalla þverpólitíska nefnd skilar frumvarpi sem felur í sér byltingarkenndar breytingartillögur, sem grafa undan góðu sjávarútvegskerfi okkar, þá verður það frumvarp einfaldlega stöðvað á Alþingi, og þar munu Sjálfstæðisflokkur og örugglega Framsóknarflokkur og fleiri ná saman. Við látum ekki eyðileggja gott kerfi, þótt við séum vissulega opnir fyrir einhverjum breytingum, svo sem á reglum um framsal og veiðiskyldu.“

Þetta er bein tilvitnun í nafnlausan og óþekktan, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þarna er verið að fjalla um nefnd Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða.

Við sem höfum fylgst með íslenskum stjórnmálum og íslensku samfélagi síðustu ár og áratugi vitum þetta. Sjálfstæðisflokkurinn segir nei ef skerpða á, á einhvern hátt stöðu útgerðarinnar. Flóknara er það ekki. Óþekkti sjálfstæðisþingmaðurinn sér fram á að Framsókn standi með þeim í baráttunni fyrir kyrrstöðu. Þegar litið er til þess að fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni er þingmaðurinn fyrrverandi, Páll Pálsson í Vísi í Grindavík, sá sem tilkynnti þingheimi, eftir að hann settist á þingið árið 2013, að hann liti á sig sem fulltrúa útgerðarinnar. Það er gerir hann eflaust enn.

Þetta er dautt mál. Þorgerður Katrín afsetur ekki nefndina. Nefnd sem nú leggur af stað í fullkomna erindisleysu. Innan hennar eru nefndarmenn sem meina ekkert með veru sinni þar, ekkert annað að halda traustataki í kyrrstöðuna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurjón M. Egilsson.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: