- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn, Samherji, sjávarútvegurinn og sóknarfærin

Og oftast stýrt forsætisráðuneyti og sjávarútvegsmálunum.

Styrmir Gunnarsson skrifar ágæta grein í Moggann í dag. Hann veltir fyrir sér stöðu síns flokks þegar svo skammt er til kosninga. Styrmir telur Sjálfstæðisflokkinn eiga helst sóknarfæri í sjávarútvegi. Ekki vegna þess sem flokkur hefur gert eða viljað. Heldur vegna þess sem aðrir flokkar gerðu fyrir þrjátíu árum. Sem var svo sannanlega gasalegt.

Styrmir segir mörg verkefni bíða Sjálf­stæðis­flokks­ins. „Í fyrsta lagi þarf flokk­ur­inn að koma því ræki­lega til skila hvaða flokk­ar það voru sem af­hentu út­gerðinni gíf­ur­lega fjár­muni með framsali kvót­ans. Í öðru lagi þarf það að koma skýrt fram, að það var Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sem hafði for­ystu um að gera til­lög­ur auðlinda­nefnd­ar að sín­um. Þetta eru grund­vall­ar­atriði þótt þau þýði ekki að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi hreint borð þegar kem­ur að sam­eign þjóðar­inn­ar.“

Enginn flokkur hefur haft ámóta tækifæri og Sjálfstæðisflokkurinn til að vinda ofan því sem gert var árið 1991. Flokkurinn hefur nánast verið við völd síðan. Í meira en 25 ár hið minnsta. Og oftast stýrt forsætisráðuneyti og sjávarútvegsmálunum.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Það var kjarkað en um leið stórkarlalegt þegar Bjarni Benediktsson gerði fyrrverandi stjórnarformann Samherja, Kristján Þór Júlíusson, að sjávarútvegsráðherra.

Það var kjarkað en um leið stórkarlalegt þegar Bjarni Benediktsson gerði fyrrverandi stjórnarformann Samherja, Kristján Þór Júlíusson, að sjávarútvegsráðherra. Færeyingar benda bú á yfirgang, stjórnlausa frekju og hótanir ráðherra Sjálfstæðisflokksins til að tryggja stöðu Samherja i Færeyjum.

Sjávarútvegsmálin geta bara ekki verið sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Til þess er of stutt frá flokknum til Samherja og Samherjamálanna.

Upplýst er að tilgangur með kaupum útgerðarinnar á Mogganum var einkum sá að berjast gegn breytingum á stjórnarskránni, forðast aðild að Evrópusambandinu og svo að forðast að kvótakerfinu verði breytt. Styrmir skrifar:

„Það er auðvitað löngu kom­inn tími til að stjórn­mála­öfl­in standi við það í raun, sem fært hef­ur verið í lög, að fiski­miðin séu sam­eign þjóðar­inn­ar.“ Þetta mun ekki ganga eftir meðan Sjálfstæðisflokkurinn ræður landsmálunum.

Kannski færi flokknum og talsfólki hans best að tala sem minnst um þessi mál. Það verður meðal annars kosið um stöðu risaútgerða á Íslandi. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn helsti varðhundur þess sem er.

Útgerðin sparar hvergi peninga í Moggann. En ekki í flokki að Hannes Hólmsteinn segir. Á allra síðustu árum hefur flokkurinn fengið meira en 800 miljónir í styrki. Mest frá ríkinu segir Hannes Hólmsteinn.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: