- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn og „klaust­ur­munk­ar Miðflokks­ins“

Vilhjálmur Bjarnason fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifar greiningu á stöðu eigin flokks.

„Það er ekki vanþakk­læti kjós­enda að snúa baki við Sjálf­stæðis­flokkn­um, held­ur eru vænt­ing­ar ekki upp­fyllt­ar,“ skrifar fyrrum þingmaður Valhallarflokksins, Vilhjálmur Bjarnason, í Moggann í dag. Grein hans er með ágætum. Hann rýnir í stöðu flokksins síns og hér á eftir fara valdir kaflar úr grein Villa Bjarna.

„Til hvers í ósköp­un­um þurfti Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn að vera þátt­tak­andi í því að styðja aft­ur­köll­un aðild­ar­um­sókn­ar að Evr­ópu­sam­band­inu? Vissu­lega var eng­inn mögu­leiki á því að umræða um aðild­ar­um­sókn kæm­ist á dag­skrá Alþing­is. Sof­andi aðild­ar­um­sókn gerði ekk­ert mein. Aft­ur­köll­un aðild­ar­um­sókn­ar að Evr­ópu­sam­band­inu skapaði grund­völl fyr­ir Viðreisn. Frum­kvæði að aft­ur­köll­un kom frá þeim er síðar urðu Klaust­ur­munk­ar Miðflokks­ins.“

Þú gætir haft áhuga á þessum


Er nú ekki lág­mark að fé­lag­ar í Sjálf­stæðis­flokkn­um standi sam­an yfir landamæri bæj­ar­fé­laga? .

Merkilegt ef rétt er. Varð eltingaleikur Sjálfstæðisflokksins við Framsókn til þess að kljúfa Valhallarflokkinn?

Svo fær Eyþór Arnalds á baukinn:

„Þegar loks­ins tekst að berja sam­an yf­ir­lit um fram­kvæmd­ir á höfuðborg­ar­svæðinu í upp­bygg­ingu innviða, en það svæði hef­ur setið á hak­an­um svo árum skipt­ir, þá er það svo að sveit­ar­fé­lög utan Reykja­vík­ur á höfuðborg­ar­svæðinu standa sam­an, en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn í Reykja­vík er sér á parti. Vissu­lega er gjald­taka óút­færð en það er mik­il­vægt að standa sam­an í þessu verk­efni. Er nú ekki lág­mark að fé­lag­ar í Sjálf­stæðis­flokkn­um standi sam­an yfir landamæri bæj­ar­fé­laga?“

Vilhjálmur er ekki einn til að finna að samgönguáætlun Moggans sem Eyþór er boðberi fyrir og mun eflaust skaða Eyþór meir en nokkuð annað.

Vilhjálmur víkur að óánægju í grein sinni:

„Vanda­mál í sam­göng­um skapa óánægju. Greiðar sam­göng­ur skapa ánægju.

Það er hægt að kort­leggja óánægju. Óánægju má lægja með rétt­mæt­um vænt­ing­um og aðgerðum. Það er óá­sætt­an­legt að það skuli vera mánaða bið eft­ir liðskiptaaðgerðum. Lík­am­leg­ar kval­ir valda óánægju.


er betra að hafa þingmennina í kafi áfram?

Hvernig hafa greiðslur al­manna­trygg­inga þró­ast miðað við breyt­ing­ar á lægstu laun­um? Lægstu laun hafa hækkað langt um­fram al­menna launaþróun. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að hafa for­ystu um að vera sí­fellt á verði um kjör þeirra sem eru al­farið háðir greiðslum frá al­manna­trygg­inga­kerfi.“

Vilhjálmur gerir bjölluat í hreiðri þingmanna flokksins, þar sem hver og einn getur sofið eins og honum sýnist:

„Níu­tíu ára Sjálf­stæðis­flokk­ur á ekki í vænd­um ei­líf­an ald­ur ef af­mælið geng­ur fyrst og fremst út á að bjóða for­ystu­mönn­um annarra flokka upp á brauð og tertu. Darwin tal­ar um aðlög­un. Er Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn aðlaðandi eða aflaðandi? Hvernig standa kynn­ing­ar­mál Sjálf­stæðis­flokks­ins? Hver er sýnileiki þing­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins á menn­ing­ar­viðburðum? Þing­menn flokks­ins eru mest­an part ósýni­leg­ir.

Það er svo að aðeins ör­fá­ir vita hverj­ir eru alþing­is­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins nú um stund. Þeir þurfa að spyrna í botn­inn. Eða er betra að hafa þá í kafi áfram?“

Bent er á að það styttist til kosninga:

„Það eru inn­an við tvö ár til næstu kosn­inga. Hvað ætl­ar Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn að bjóða upp á annað en vín í búðir? Það er af nægu að taka. Styrk­leiki flokks­ins felst ekki í því að bjóða upp á fleiri vín­frum­vörp eða nátt­úrupassa. Það er eng­inn vínskort­ur í land­inu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: