Gunnar Smári skrifaði:
Í sumarkönnun skoðanakannanafyrirtækisins Prósent mælist Sjálfstæðisflokkurinn aðeins með 16,1% fylgi, sem er nokkuð minna en flokkurinn hefur mælst með í könnunum Gallup og Maskínu. Prósent birtir ekki oft kannanir og ekkert eftir að Fréttablaðið fór á hausinn. Það er sumt annað skrítið í þessari könnun, t.d. að Píratar eru næstum jafn stórir og Sjálfstæðisflokkurinn með 14,5%.
Samkvæmt könnuninni gætu Samfylking, Píratar og Viðreisn myndað nokkuð trausta ríkisstjórn.
En annars myndi þingheimur skiptast svona ef kosningar enduðu eins og mæling Prósents segir til:
Ríkisstjórn:
Sjálfstæðisflokkur: 11 þingmenn (-6)
Framsóknarflokkur: 4 þingmenn (-9)
Vg: 5 þingmenn (-3)
Ríkisstjórn alls: 20 þingmaður (-18)
Hin svokallaða frjálslynda miðja:
Samfylkingin: 18 þingmenn (+12)
Píratar: 10 þingmenn (+6)
Viðreisn: 6 þingmenn (+1)
Hin svokallaða frjálslynda miðja: 34 þingmenn (+19)
Ný-hægri andstaðan:
Flokkur fólksins: 5 þingmenn (-1)
Miðflokkurinn: 4 þingmenn (+2)
Ný-hægri andstaðan: 9 þingmenn (+0)
Stjórnarandstaða utan þings:
Sósíalistaflokkurinn: Enginn þingmaður (óbreytt)
Könnunin var gerð dagana 22. júní til 19. júlí og er því í reynd eldri en könnun Maskínu frá síðustu viku og eldri en könnun Gallup sem birt verður eftir helgi.