- Advertisement -

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn má ekki við frek­ari uppá­kom­um en orðið er“

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn má ekki við frek­ari uppá­kom­um en orðið er,“ segir í grein Styrmis Gunnarssonar í Mogga dagsins.

Og hvert er tilefnið?

„Í frétt­um RÚV fyr­ir viku var talið að litl­ar lík­ur væru á því að há­lend­is­frum­varpið yrði samþykkt á þessu þingi vegna and­stöðu í þing­flokk­um Fram­sókn­ar og Sjálf­stæðis­flokks. Málið er í stjórn­arsátt­mál­an­um og þess vegna jafn­gilti það broti á þeim sátt­mála ef slíkt gerðist. Flokk­arn­ir tveir færu var­lega í slíkt.“

Styrmi er mikið niðri fyrir:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Að heykj­ast á friðun há­lend­is­ins nú jafn­gilti því að við hefðum gef­ist upp við vernd­un fiski­stofn­anna,“ og svo þetta:

„Óbyggðir Íslands, hvort sem er á há­lend­inu eða á norðan­verðum Vest­fjörðum, eru hluti af auðlind­um þess­ar­ar þjóðar og við eig­um að um­gang­ast þær sem slík­ar.“

Njáll Trausti fær væna pillu frá Styrmi.

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fær væna sneið í grein Styrmis. Njáll Trausti berst fyrir að lögð verði hraðbraut yfir hálendið:

„Þeir sem vilja mal­bika há­lendið eru að tala fyr­ir ein­hverri forneskju. Þeir eru tals­menn sjón­ar­miða liðins tíma.“

„Þing­menn tveggja elztu stjórn­mála­flokka þjóðar­inn­ar eiga ekki að láta standa sig að þeirri skamm­sýni og þröng­sýni að það verði þeirra verk að koma í veg fyr­ir vernd­un óbyggðanna. Það yrði þeim til ævar­andi skamm­ar og flokk­um þeirra,“ skrifar Styrmis og óttast að með því slíti þeir vináttunni við Vinstri græn.

„Sam­starf nú­ver­andi stjórn­ar­flokka hef­ur gengið vel og far­sæl­ast fyr­ir þjóðina að því yrði haldið áfram. Fyr­ir nokkr­um mánuðum komu fram vís­bend­ing­ar um að Fram­sókn væri far­in að horfa til vinstri, sem hef­ur verið fast­ur liður í sögu flokks­ins. En það er al­veg ljóst að VG mundi ekki fyr­ir­gefa það ef ekki yrði staðið við sam­komu­lag um þjóðgarð á há­lend­inu,“ skrifar hann og fer næst í hvernig völd geta spillt:

„Það má vel vera að ein­hverj­ir þing­menn séu orðnir svo van­ir því að ráða að þeir skilji þetta ekki. Slíkt skiln­ings­leysi er einn helzti fylgi­fisk­ur langvar­andi valda. Og kannski læra menn aldrei nema með skyndi­leg­um valda­missi.“

Grein Styrmis er umtalsvert lengri en það sem hér segir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: