„Því miður hefur grunnstefnu flokksins ekki verið haldið nægilega á lofti undanfarna tvo áratugi. Fólk með aðra sýn hefur reynt að leiða flokkinn í öfuga átt og klofið flokkinn þegar það tókst ekki.
Það er von mín að allt það góða fólk sem trúir á grunngildi Sjálfstæðisflokksins, en hefur ekki getað stutt flokkinn undanfarið af ýmsum ástæðum, vinni nú saman að því að koma flokknum aftur á rétta leið. Nafnið Sjálfstæðisflokkur er ekki aðeins yfirskrift eða grín, eins og nöfn sumra flokka, heldur í senn heitstrenging og lýsing á stefnu flokksins í hnotskurn.“
Þetta skrifar Gísli Ragnarsson í Moggann í dag.