Ljósmynd: Vísir.

Fréttir

Sjálfstæðisflokkurinn hefur villst af leið

By Miðjan

March 13, 2021

„Því miður hef­ur grunnstefnu flokks­ins ekki verið haldið nægi­lega á lofti und­an­farna tvo ára­tugi. Fólk með aðra sýn hef­ur reynt að leiða flokk­inn í öf­uga átt og klofið flokk­inn þegar það tókst ekki.

Það er von mín að allt það góða fólk sem trú­ir á grunn­gildi Sjálf­stæðis­flokks­ins, en hef­ur ekki getað stutt flokk­inn und­an­farið af ýms­um ástæðum, vinni nú sam­an að því að koma flokkn­um aft­ur á rétta leið. Nafnið Sjálf­stæðis­flokk­ur er ekki aðeins yf­ir­skrift eða grín, eins og nöfn sumra flokka, held­ur í senn heit­streng­ing og lýs­ing á stefnu flokks­ins í hnot­skurn.“

Þetta skrifar Gísli Ragnarsson í Moggann í dag.