- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi viljað selja flugstöðina og flugvöllinn allan

Flug­vell­ir eru vissu­lega mik­il­væg­ir, en það er ekki þar með sagt að ríkið þurfi að eiga þá og reka.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Innan Sjálfstæðisflokksins er vilji til að selja flugstöðina sem og flugvöllinn allan. Bjarni Benediktsson er fjarri því að vera fyrstur til að nefna þetta. Óli Björn sagðiá þingi: „Við eigum líka að ræða um eignir ríkisins. Nýtum við þær skynsamlega? Nei, ríkið á töluvert af fasteignum, fyrirtækjum, ýmsum eignum sem það nýtir ekki skynsamlega. Ég hef fengið gagnrýni fyrir, m.a. frá félögum háttvirts þingmanns, þegar ég hef fært rök fyrir því og barist fyrir því að við umbreytum ákveðnum eignum ríkisins og færum inn í samfélagslega innviði. Ég hef t.d. nefnt Flugstöð Leifs Eiríkssonar, að það sé skynsamlegt að selja hana, umbreyta þeim tekjum í vegi og brýr eða byggja upp frekar í heilbrigðisþjónustunni, menntakerfinu o.s.frv,“ sagði Óli Björn. Og við hvaða þingmann ætli hann hafi verið að tala. Sá var kjörinn fyrir Miðflokkinn og stökk sama dag yfir til Sjálfstæðisflokksins. Já, það var Birgir Þórarinsson og hvað sagði hann. Lesum:

Það væri svo sem alveg eftir Sjálfstæðismönnum að fara að vinna að því svona baka til.
Birgir Þórarinsson Sjálfstæðisflokki.

„Er verið að leggja grunn að því í bakherbergjum Sjálfstæðisflokksins nú þegar vel gengur í þjóðarbúskapnum að fara að selja ríkiseignir einhverjum sem þeim eru sérstaklega þóknanlegir? Væntanlega. En er það stefna flokksins, ég spyr háttvirtan þingmann, að selja Flugstöð Leifs Eiríkssonar? Það væri gott að fá það svar hér og nú hvort þegar sé byrjað að leggja grunninn að því. Það væri svo sem alveg eftir Sjálfstæðismönnum að fara að vinna að því svona baka til og leggja svo fram fyrir ríkisstjórnina og ríkisstjórnarsamstarfið þegar nær dregur kosningum. “

Þetta er alveg geggjað. Það væri gaman að þessu væru þetta ekki þingmenn sem tala svona. Bíðum aðeins við. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, núverandi ráðherra og áður ritari flokksins, er róttækari en strákarnir. Skoðum hvað hún sagði:

„Það er í raun eng­in ástæða fyr­ir hið op­in­bera að eiga og reka alþjóðaflug­völl,“ skrifaði Áslaug Arna. „Ein­hver kynni að halda því fram að rekst­ur flug­vall­ar færði rík­inu tekj­ur, en svo er ekki. Önnur rök eru þau að flug­völl­ur sé það mik­il­væg­ur þátt­ur í sam­fé­lag­inu að best fari á því að hið op­in­bera ann­ist rekst­ur hans. Flug­vell­ir eru vissu­lega mik­il­væg­ir, en það er ekki þar með sagt að ríkið þurfi að eiga þá og reka,“ segir hún.

„Einkaaðili sem á og rek­ur flug­völl þarf að lúta lög­um lands­ins og regl­um markaðar­ins. Og jafn­vel þótt eitt­hvað sé mik­il­vægt er ekki þar með sagt að ríkið þurfi að sinna því. Við eig­um að treysta einkaaðilum og sjá til þess að ríkið sinni aðeins þeim verk­efn­um sem nauðsyn­legt er að ríkið sinni. Þau eru ekki mörg – og rekst­ur flug­valla er ekki eitt af þeim.“

Svo kemur setning sem einnig er notuð til að fá almenning til fallast á einkavæðingu bankanna: „Það er ekki áhættu­laust að reka flug­völl.“

Síðan skrifar Áslaug Arna hrein ósannindi: „Allt er þetta eitt­hvað sem einkaaðilar eru full­fær­ir um að sinna og marg­ir af stærstu flug­völl­um Evr­ópu eru í eigu einkaaðila.“

Þetta var ekki og er ekki rétt. Eini aðalflugvöllurinn sem er í einkarekstri er Kastruup í Kaupmannahöfn og er lítil ánægja með það fyrirkomulag þar í landi.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: