- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið í björg öfgavinstrisins

Hún var felld af hverjum einasta þingmanni Sjálfstæðisflokksins.

Nýjar fréttir daglega. Miðjan.is

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, bendir á að í fjáraukalögum bættust við 410 milljónir króna vegna kostnaðar við liðskiptaaðgerðir sem gerðar eru erlendis. Hann vakti athygli á þessu þegar þingmenn ræddu frumvarp til fjáraukalaga.

„Ég kann ekki tölu á því, herra forseti, hversu oft sá sem hér stendur hefur talað um að það sé algjör fásinna að senda fólk til útlanda í einfaldar aðgerðir sem kosta þar tvö og hálft til þrefalt meira en hægt er að fá þessar aðgerðir gerðar fyrir hér á Íslandi og borga fyrir það í beinhörðum gjaldeyri. Þetta er alger fásinna, herra forseti,“ sagði Þorsteinn. Það eru 1.000 manns sem bíða eftir einföldum liðaðgerðum á Íslandi.

…að búa til tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi.

Þorsteinn bætti við: „Það tekur núna, held ég, tæpt ár að komast af biðlistanum til að komast inn á biðlistann. Fólk bíður upp undir eitt ár til að komast að hjá sérfræðingi sem kemur því fyrir inn á biðlista eftir aðgerð. Þá tekur við annað ár. Maður hefur orðið var við það síðustu misseri og þekkir til mjög margra sem hafa hreinlega gefist upp á þessu, sætta sig ekki við þetta, og þau hafa því sjálf lagt út 1.200.000 kr. á mann fyrir aðgerð sem er gerð uppi í Ármúla.“

Næst benti þingmaðurinn á að Miðflokksmenn hafi flutt tillögu um að 270 milljónum yrði veitt í samning við Klíníkina.

„Ég veit ekki hvort herra forseti man eftir því en þessi tillaga var felld að viðhöfðu nafnakalli. Hún var felld af hverjum einasta þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Og hverjir eru það, herra forseti, sem verða helst fyrir því að sitja eftir á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum? Jú, það eru þeir sem eiga ekki þessa milljón sem þarf til að komast að hjá t.d. Klíníkinni, innan lands. Þeir sem þangað geta ratað fara þangað. Því hefur hæstvirtum heilbrigðisráðherra tekist það á undraskömmum tíma sem engum heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins sem ég man eftir hefur tekist, þ.e. að búa til tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi. Þeir sem eiga fé aflögu geta nú keypt sig fram fyrir biðröðina og farið sjálfir í Klíníkina í Ármúla og borgað þær 1.200.000 kr. sem það kostar að fara í liðskiptaaðgerð þar. Það er áætlað að liðskiptaaðgerð á Landspítala Íslands kosti í kringum eina milljón kr. Það hefur vissulega verið stigið skref til þess að gera aðgerðir á Akureyri, Akranesi og víðar. En auðvitað liggur það í hlutarins eðli, herra forseti, að á Landspítalann, sem er bráðasjúkrahús og háskólasjúkrahús og flaggskipið í heilbrigðisþjónustu, er búið að hlaða inn, á yfirkeyrt sjúkrahús og yfirkeyrt starfsfólk, verkefnum sem hægt er að vinna annars staðar, jafnvel á hagkvæmari hátt. En það er ekki hægt að grípa til þess vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið í björg öfgavinstrisins í heilbrigðismálum á Íslandi.

Þorsteinn Sæmundsson:
Á vakt Sjálfstæðisflokksins nú verða biðlistarnir enn þá þannig að 1.000 manns bíða eftir þessum einföldu aðgerðum.

Á vakt Sjálfstæðisflokksins nú verða biðlistarnir enn þá þannig að 1.000 manns bíða eftir þessum einföldu aðgerðum vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki dug í sér til að berja það í gegn í ríkisstjórninni að þessar aðgerðir verði fluttar inn í landið aftur með þeirri fjölgun í aðgerðum sem það myndi hafa í för með sér. Það er peningasparandi fyrir ríkissjóð, eins og sést í þessari aukafjárveitingu upp á 410 milljónir.

Og þetta er bara aukafjárveitingin. Það er búið að eyða meiru, herra forseti, í slíkar aðgerðir í fyrra vegna þess fólks sem hefur farið til Svíþjóðar í fyrra, þar hefur ákveðin upphæð verið tilgreind og hefur verið gengið á hana eins og hún nægði. Samkvæmt Evrópureglum getur hver sá sem hefur beðið í þrjá mánuði eða lengur eftir aðgerð farið fram á eða, réttara sagt, á rétt á því að fara í aðgerð í öðru landi innan Evrópska efnahagssvæðisins. Þess vegna er þessi útgjaldaauki, vegna þess að fólk hefur ekki sætt sig við það að hafa beðið þrjá mánuði eða lengur og nýtir sér þann sjálfsagða rétt sem það hefur til að fara og fá þær aðgerðir framkvæmdar erlendis þótt dýrar séu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: