- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkur hefur ekki neitunarvald

Alþingismenn töluðu um breytingar á stjórnskipunarlögum. Oddný Harðardóttir sagði þá meðal annars: „Sjálfstæðisflokkurinn og háttvirtir þingmenn þess flokks eru ekki með neitunarvald í þessu þingi.“

Gefum Oddnýju orðið:

„Mér finnst mikilvægt og í samræmi við lýðræðisleg sjónarmið að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 með því að vinna áfram að breytingum á stjórnarskrá á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. Eðlilegt er að halda áfram þaðan sem frá var horfið vorið 2013 og nýta þannig þá gífurlegu vinnu sem lögð hefur verið í endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það er ekki nægjanlegt, herra forseti, að mínu mati að Sjálfstæðisflokkurinn segist ekki vera hrifinn af þessum breytingum. Það er ekki nóg. Sjálfstæðisflokkurinn og háttvirtir þingmenn þess flokks eru ekki með neitunarvald í þessu þingi. Þannig er það. Það er von mín að þetta mál verði tekið fyrir í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Hún er veik samt sem áður þar sem of sterk öfl vilja ekki breytingar á stjórnarskrá vegna þess að mér sýnist að það þjóni ekki hagsmunum þeirra. En það mun þjóna hagsmunum fólksins í landinu að gera það.“

Hér má lesa alla ræðu Oddnýjar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: