Davíð skrifar í framhaldi af skoðanakönnun MMR fyrir Moggann og leggur línurnar fyrir Bjarna Benediktsson:
Yrðu úrslit kosninganna í sama dúr og könnunin þá er augljóst að marga flokka þyrfti til að koma saman ríkisstjórn. Jafnvel þótt stærsti flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, ætti sæti í ríkisstjórn eftir kosningar, þá þyrftu samt fjórir flokkar að koma að henni! Það liggur í augum uppi að það er ekki í anda eða þágu Sjálfstæðisflokksins að taka þátt í eða leiða slíka ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af verið táknmynd stöðugleika í íslenskum stjórnmálum. Frá því eru þó ný og gömul frávik. Klofningur í flokknum fyrir 40 árum endaði með því að formaður Sjálfstæðisflokksins leiddi stjórnarandstöðuna og varaformaður sama flokks leiddi ríkisstjórnina! Þetta hljómar helst eins og að Sjálfstæðisflokkurinn hefði orðið allsráðandi í landinu frá febrúar 1980 og næstu rúm þrjú árin þar á eftir. En þessi ömurleikatími flokksins sýndi um leið að yrði þungavigtarflokkur landsins úr leik þá stæðu líkur til að þjóðarhagur yrði stórlega laskaður.