Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er dómharður um eigin flokk:
„Forsenda þess að við náum árangri í þessum efnum er að við kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins viðurkennum að okkur hefur miðað lítt áfram og jafnvel færst aftur á bak á undanförnum árum. Eitt stærsta verkefni komandi missera og ára er að einfalda allt regluverk og gera það skilvirkara; draga úr kostnaði og auka samkeppnishæfni atvinnulífsins. Við getum orðað þetta skorinort: Gera lífið einfaldara, þægilegra og ódýrara,“ skrifar hann í vikulegri Moggagrein sinni.
Óli Björn má eiga það að hann ber af öðrum þingmönnum flokksins. Sökum þess að hann er með pólitísk sýn. Sama hvort fólk er sammála þingmanninum eða ekki verður að viðurkennast að hann er alvöru pólitíkus.
Eftirlitsstofnanir eru eitur í beinum Óla Björns og hann mun ekki láta hætta fyrr en þær heyra sögunni til, eða verða allt aðrar og minni en nú er.
„Með skýr markmið að leiðarljósi eru góðar líkur á að árangur náist. Þegar búið er að grisja reglugerðarfrumskóginn og koma böndum á eftirlitsiðnaðinn, verður líf allra landsmanna þægilega og lífskjörin betri. Og þá geta allir hlakkað til morgundagsins, eins og sagði í yfirskrift flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokksins,“ skrifaði Óli Björn.