- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lausnin – hann er vandinn

Gunnar Smári skrifar:

Sjálfstæðisflokkurinn er nú í herferð, byggðri á áherslu SA, Viðskiptaráðs og annara hagsmunagæslusamtaka auðvaldsins um stórfellda einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Krafa um slíkt er eitt af einkennum kapítalismans í okkar heimshluta á síðustu áratugum; þegar alþjóðleg fyrirtæki fluttu framleiðslu sína til Kína og annarra lágtekjusvæða hefur auðvaldið á Vesturlöndum fyrst og fremst leitast við yfirtaka opinbera þjónustu og sölsa undir sig innviði samfélaganna til að geta haft af þeim góða rentu. Krafan er einkavæðing vega, flugvalla, hafna og annarra innviða og einkarekstur í heilbrigðis- og menntakerfunum og öllum grunnkerfum samfélagsins. Þó íslenskir kapítalistar hafi ekki flutt nein störf til Kína (þeir hafa aldrei búið til nein störf sem hægt er að flytja burt heldur fyrst og fremst lagst á beit við auðlindir almennings sem ekki eru færanlegar; fisk, orku og náttúru, auk þess að fákeppni- og einokunarfyrirtæki með nauðsynjar) þá hafa íslenskir kapítalistar tekið upp þessa stefnu og ætla að beita Sjálfstæðisflokknum fyrir sig, treystandi á að sá flokkur geti rutt kröfum þeirra braut þvert á vilja almennings.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum vald sitt yfir öðrum flokkum á þingi stórveikt opinbera heilbrigðisþjónustu á liðnum áratugum og komið í veg fyrir framþróun hennar, stefnt í raun lífi og heilsu almennings í hættu með lamandi vanfjármögnun. Nú birtast flokksmenn með fagurgala og þykjast vera með lausnina; að gefa auðvaldinu færi á að taka heilbrigðisþjónustuna yfir eins og flesta aðra þætti samfélagsins. Markmiðið er enn grimmara alræði auðvaldsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í þessu samhengi mætti vitna í Ronald Reagan sem ætlaði að segja: Sjálfstæðisflokkurinn getur aldrei komið með lausnina við vandanum, Sjálfstæðisflokkurinn er vandinn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: