- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn er skattaflokkur

Samantekt af orðum og athöfnum ráðherra og þingmanna Sjálfstæðisflokksins í skattamálum.

Fréttaskýring Sjálfstæðisflokkurinn varar við að vinstri stjórn, komist hún til valda, muni hækka skatta þannig að hér verði nánast ólíft. En hver er raunverulegur vilji Sjálfstæðisflokksins? Á árinu 2012 fluttu allir þáverandi þingmenn flokksins þingsályktunartillögu þar sem segir meðal annars: „Allar skattahækkanir sem ríkisstjórnin hefur lagt á síðan 2009 verði dregnar til baka.“

En hver er raunin? Til að gera því skil í fréttaskýringu hef ég ákveðið að leita mér aðstoðar. Engum dylst að Davíð Oddsson þekkir stjórnmálin betur en flestir og ekki síst Sjálfstæðisflokkinn. Því verður ekki á betri aðstoð kosið. Þáttur Davíðs í fréttaskýringunni er all nokkur.

„Vinstri er hægri og hægri vinstri“

Byrjum á seint í nóvember 2015. Þá hafði dregið mjög mikið úr atvinnuleysi frá hruni, en ekki að sama skapi úr tryggingargjaldinu. Gjaldi sem er ætlað að kosta atvinnuleysi.

Þá skilaði tryggingagjaldið 20 til 25 milljörðum í ríkissjóð, umfram það sem því var ætlað að gera.

Munum að Sjálfstæðisflokkurinn vildi umfram allt taka til baka allar skattahækkanir Jóhönnustjórnarinnar.

Já, það er nóvember 2015. Þá var Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann skrifaði: „Ekki er að sjá neinn grundvallarmun á skattastefnu núverandi ríkisstjórnar og þeirrar sem á undan henni sat. Vinstri er hægri og hægri vinstri.“

Davíð Oddssyni þótti mikið til koma og nánast gerði orð Þorsteins að sínum.

Og Davíð skrifaði: ; „…sem tók við af skattpíningarstefnu vinstri stjórnarinnar… Núverandi stjórnvöld geta hins vegar byrjað að reka af sér slyðruorðið í skattamálum með því að lækka tryggingagjaldið myndarlega um næstu áramót.“

Davíð um Bjarna: „Í röksemdum fyrir því að sitja fast við sinn keip hefur fjármálaráðherra bent á að atvinnulífið hafi samþykkt að taka á sig miklar launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum og fyrst það hafi efni á slíkum hækkunum geti og forsvarsmenn þess ekki kvartað undan tryggingagjaldinu.“

Forgangsröðinni snúið á haus

„Lækkun tryggingagjalds hefur verið nokkuð til umræðu og virðist sem standa eigi fast á því að verða ekki við slíkum kröfum í fjárlögum næsta árs,“ segir í leiðara Morgunblaðsins 11. desember 2015.

„Í röksemdum fyrir því að sitja fast við sinn keip hefur fjármálaráðherra bent á að atvinnulífið hafi samþykkt að taka á sig miklar launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum og fyrst það hafi efni á slíkum hækkunum geti og forsvarsmenn þess ekki kvartað undan tryggingagjaldinu.

Því má þó ekki gleyma að í samningunum var forgangsröðinni snúið á haus. Í stað þess að bíða og sjá hvernig samningar tækjust í einkageiranum og nota þá sem fyrirmynd að samningum hjá hinu opinbera var hin leiðin farin. Hið opinbera reið á vaðið og gerði samninga við kennara og lækna, sem urðu að mælistiku í kjarabaráttunni. Frumkvæðið að miklum launahækkunum kom því frá hinu opinbera,“ segir þar ennfremur.

 

Hærri skattar og flóknara umhverfi

Förum nú hratt yfir sögu undir leiðsögn Davíðs Oddssonar.

Leiðari Morgunblaðsins í 30. September, fyrir háflum mánuði, var sem svo oft áður, helgaður skattaálögum.

Davíð Oddsson hefur verið óþreytandi að benda á að þær ríkisstjórn sem hafa setið síðan, og Sjálfstæðisflokkurinn einn flokka átt aðild að þeim báðum, þ.e. ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga og svo ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, hafa litlu og nánast engu breytt í skattagleði vinstri stjórnarinnar.

„Fyrir þessu háa tryggingagjaldi eru engin haldbær rök og fyrir flest fyrirtæki er þessi hækkun tryggingagjaldsins gríðarlega íþyngjandi. Laun hafa hækkað mikið á liðnum misserum með miklum kjarabótum í þeirri litlu verðbólgu sem verið hefur. Þetta er fagnaðarefni, en felur líka í sér að auknar álögur ríkisins ofan á laun eru þeim mun meira íþyngjandi fyrir reksturinn,“ segir Davíð í leiðaranum.

„Í röksemdum fyrir því að sitja fast við sinn keip hefur fjármálaráðherra bent á að atvinnulífið hafi samþykkt að taka á sig miklar launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum og fyrst það hafi efni á slíkum hækkunum geti og forsvarsmenn þess ekki kvartað undan tryggingagjaldinu.“

„Niðurstaðan er því sú,“ skrifar Davíð, „…að þeir skattar sem einstaklingar greiða beint eru mun hærri nú en þeir voru áður en vinstrimenn hrintu draumum sínum í framkvæmd í stjórnarráðinu og kerfið er flóknara að auki.“ Og þarna er bent á, með óvenju penum hætti að vísu, að hægri stjórnirnar tvær hafi ekkert gert til að breyta skattastefnu vinstri stjórnarinnar.

„Til að heimilin geti búið við bætt kjör verða fyrirtækin í landinu að geta staðið undir hærri launagreiðslum. Vaxandi verðmætasköpun og kjarabætur almennings verða ekki til úr engu og ekki án öflugra fyrirtækja,“ áréttar Davíð rétt einsog hann hefur gert nú í nokkur ár.

Skilaboðin eru skýr. „Vinstristjórninni fylgdu stöðugar skattahækkanir og því miður hefur lítið verið gert síðan til að vinda ofan af álögunum og jafnvel verið bætt í á sumum sviðum.“

Samkvæmt samantekt Davíðs Oddssonar er ekki í mörg hús að venda fyrir það fólk sem berst gegn háum sköttum. Ráðherrar ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar hafa talað fyrir miklum skattahækkunum, nýjum vegasköttum, hærri sköttum á bensín, áfengi og hækkandi virðisaukaskatti á gistingar og margt fleira.

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: