Andrés Jónsson Pírati skrifar:
Stjórnmál Það er algjörlega galið ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að misnota stöðu sína í starfsstjórn til að húrra í gegn leyfi fyrir hvalveiðar! En það endurspeglar náttúrulega ágætlega hvernig flokkurinn umgengst valdið.
Forsætisráðherra er að troða þingmanni og lobbýista fyrir hvalveiðum inn í matvælaráðuneytið, með eitthvað óljóst umboð til að valda allskonar usla, kortéri eftir að hann sleit ríkisstjórn. Þetta er fullkomin vanvirðing við ábyrgðina sem felst í að sitja í ríkisstjórn, gerir lítið úr faglegri ákvarðanatöku og sýnir betur en flest hvað Sjálfstæðisflokkurinn er langt frá því að vera stjórntækur.
Íslendingar eiga að hætta hvalveiðum og sýna raunverulega forystu í vernd hafsins (eins og lagt er til í frumvarpi sem við Píratar höfum lagt fram síðustu tvö ár) en til þess þarf að halda Sjálfstæðisflokknum eins langt frá Stjórnarráðinu og hægt er.