Úr leiðara Fréttablaðsins. Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifaði og fjallar um Sjálfstæðisflokkinn:
Núna er flokkurinn kominn inn í eigin skel í þessum efnum. Hann talar þvert á það sem allir aðrir hægriflokkar í Evrópu boða, um mikilvægi samstöðunnar og samstarfsins innan álfunnar. Gamli íhaldsflokkurinn á Íslandi er meira að segja búinn að lauma sér hægra megin við öfgasinnaða þjóðernisflokka Evrópu í þessum efnum. Og það er auðvitað sláandi að á meðan allt öfgahægrið í álfunni áttar sig á því að sameinuð Evrópa er kjarni tilveru okkar, situr Sjálfstæðisflokkurinn við sinn keip – og hatast út í Evrópusambandið.
Og síðar:
En Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að vera sér á báti í þessum efnum. Í Evrópumálum ætlar hann að vera hægra megin við öfgahægrið í Evrópu. Hann langar helst að vera heilagri en Miðflokkurinn í þessum efnum.
Og uppsker eftir því.