- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki tilbúinn

Leiðari Við lestur morgunblaðanna er nokkuð ljóst að unnið er hörðum höndum að kjöri Eyþórs Arnalds sem næsta oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tækifæri til að reka af sér slyðruorðið og treysta konu til æðri metorða innan flokksins. Mörgum kann að þykja tími til kominn.

Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi er fínn kostur fyrir flokkinn. Það bara dugar ekki þar sem valdaklíkan hefur ákveðið sig. Í stað þess að nýta fágætt tækifæri til að gera löngu tímabærar breytingar mun meirihlutinn kjósa velja enn og aftur jakkafataklæddan miðaldra karl.

Formaður sjálfstæðiskvenna segir, í einni af fréttum dagsins, að sjálfstæðiskonur vilji að sem flestar konur taki þátt í stjórnmálum innan flokksins, en fjarri sé að þær geti gengið að stuðningi kynsystra sínum vísum. Þær verði að hafa eitthvað til að bera. Það gerir Áslaug Friðriksdóttir. Nú dugar það bara ekki.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki tilbúinn til að fela konu forystu í nafni flokksins. Það yrði of mikil bylting, of miklar breytingar. Allt verður óbreytt í Valhöll.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurjón M. Egilsson.

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: