- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stjórntækur

„Þessi flokkur gjörsamlega hatar fólk sem ekki fæðist auðugt.“

Atli Þór Fanndal.

Atli Þór Fanndal skrifar:

Stjórnmál „Mikið er þetta tuð í sjálfstæðismönnum yfir skólamáltíðum lítilmannlegt. Hér er að takast að gera fjögurra ára kjarasamninga með hófstilltum kröfum svo hægt sé að bregðast við afleiðingum efnahagsstjórnar Sjálfstæðisflokksins,“ skrifar Atli Þór Fanndal.

„Þeir fá sem sagt gjöf frá fullorðna fólkinu sem þeim svo innilega vantar í eigin flokk og skólamáltíðir eru ódýrari aðgerð til að ná kjarabót fyrir barnafólk en til dæmis ávísanir til að kaupa skólamáltíðir enda færi slíkt beint í verðlag. Þessi flokkur er ekki stjórntækur. Það er bara svolítið þannig að þegar þín stjórnvísi hefur leitt til vaxtahækkana, verðbólgu, niðurrifs velferðarkerfisins, aukinnar óhamingju, húsnæðis krísu þar sem fólk er beinlínis að brenna inni, sölu á ríkiseignum til að fela halla í bókhaldinu og lengi mætti telja þá þakka menn fyrir sig þegar samtök launafólks beinlínis gefa þér færi á að koma hlutum í stöðugleika. Maður sleppir því bara að nöldra eins og kviðristur göltur yfir því að þurfa að útfæra skólamáltíðir. Þessi flokkur gjörsamlega hatar fólk sem ekki fæðist auðugt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: