Styrmir: „Um skeið mátti velta því fyrir sér hvort Miðflokkurinn væri á þeirri leið en heimilisvandamál þess flokks hafa dregið úr líkum á því.“
„Sjálfstæðisflokkurinn, sem áður var kjölfesta í íslenzkum stjórnmálum og þar með í samfélaginu og í raun vettvangur margvíslegrar málamiðlunar, er ekki svipur hjá sjón í fylgi og erfitt að finna aðrar skýringar á því en hrunið,“ skrifaði Styrmir Gunnarsson ritstjóri í Morgunblað gærdagsins.
Í vor verður Sjálfstæðisflokkurinn níræður. Það er ekki bara svo að fylgið við flokkinn hafi snarminnkað. Núverandi stjórn flokksins hefur steypt honum í nánast óborganlegar skuldir. Í tilraun til að gera flokknum kleift að starfa áfram hefur Alþingismenn samþykkt að flokkurinn, sem og aðrir flokkar sem eru með fólk á þingi, fái umtalsverða pening úr ríkissjóði.
Styrmir segir þetta einnig um flokkinn og fylgið: „Sá veruleiki hefur heldur ekki verið til umræðu á vettvangi þess flokks að nokkru ráði, þótt sjá megi á stöku stað vísbendingar um að það kunni að vera að breytast.“
Dyggur stuðningsmaður, samt ekki í innsta hring, sennilega næst innsta hring, segir í samtali að Bjarni Benediktsson muni láta af formennsku á níutíu ára afmæli flokksins, en þá verða jafnframt tíu ár frá því Bjarni tók við formennskunni.
Styrmir fjallar um stöðuna hægra megin í stjórnmálunum hér á landi:
„Hins vegar hefur ekki, enn sem komið er, orðið sama þróun hér og annars staðar á Norðurlöndum eða í öðrum Evrópuríkjum að orðið hafi til öflugur flokkur til hægri við Sjálfstæðisflokkinn. Um skeið mátti velta því fyrir sér hvort Miðflokkurinn væri á þeirri leið en heimilisvandamál þess flokks hafa dregið úr líkum á því.“
Styrmir er alltaf góður.
„Heildarmyndin í okkar litla samfélagi er hins vegar sú, að af þessum ástæðum nái stjórnmálaflokkarnir og þar með Alþingi ekki að endurspegla viðhorf almennra borgara nægilega vel og þar með verður til skortur á tengingu á milli þings og þjóðar, sem aftur skýrir hvers vegna ráðamenn hverju sinni virðast stundum hafa misst allt jarðsamband,“ skrifaði hann.
Styrmir skrifaði um að ekki sé allt lausnin að stofna nýja flokka, sem þó hefur undantekningu:
„Önnur áhrif eru þau að til hafa orðið fleiri stjórnmálaflokkar, en enginn þeirra hefur náð verulegu flugi, þótt býsna sterk staða Pírata ætti að verða öðrum flokkum nokkurt umhugsunarefni.“