- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn ekki svipur hjá sjón

Styrmir: „Um skeið mátti velta því fyr­ir sér hvort Miðflokk­ur­inn væri á þeirri leið en heim­il­is­vanda­mál þess flokks hafa dregið úr lík­um á því.“

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, sem áður var kjöl­festa í íslenzkum stjórn­mál­um og þar með í sam­fé­lag­inu og í raun vett­vang­ur marg­vís­legr­ar mála­miðlun­ar, er ekki svip­ur hjá sjón í fylgi og erfitt að finna aðrar skýr­ing­ar á því en hrunið,“ skrifaði Styrmir Gunnarsson ritstjóri í Morgunblað gærdagsins.

Í vor verður Sjálfstæðisflokkurinn níræður. Það er ekki bara svo að fylgið við flokkinn hafi snarminnkað. Núverandi stjórn flokksins hefur steypt honum í nánast óborganlegar skuldir. Í tilraun til að gera flokknum kleift að starfa áfram hefur Alþingismenn samþykkt að flokkurinn, sem og aðrir flokkar sem eru með fólk á þingi, fái umtalsverða pening úr ríkissjóði.

Styrmir segir þetta einnig um flokkinn og fylgið: „Sá veru­leiki hef­ur held­ur ekki verið til umræðu á vett­vangi þess flokks að nokkru ráði, þótt sjá megi á stöku stað vís­bend­ing­ar um að það kunni að vera að breyt­ast.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Dyggur stuðningsmaður, samt ekki í innsta hring, sennilega næst innsta hring, segir í samtali að Bjarni Benediktsson muni láta af formennsku á níutíu ára afmæli flokksins, en þá verða jafnframt tíu ár frá því Bjarni tók við formennskunni.

Styrmir fjallar um stöðuna hægra megin í stjórnmálunum hér á landi:

„Hins veg­ar hef­ur ekki, enn sem komið er, orðið sama þróun hér og ann­ars staðar á Norður­lönd­um eða í öðrum Evr­ópu­ríkj­um að orðið hafi til öfl­ug­ur flokk­ur til hægri við Sjálf­stæðis­flokk­inn. Um skeið mátti velta því fyr­ir sér hvort Miðflokk­ur­inn væri á þeirri leið en heim­il­is­vanda­mál þess flokks hafa dregið úr lík­um á því.“

Styrmir er alltaf góður.

„Heild­ar­mynd­in í okk­ar litla sam­fé­lagi er hins veg­ar sú, að af þess­um ástæðum nái stjórn­mála­flokk­arn­ir og þar með Alþingi ekki að end­ur­spegla viðhorf al­mennra borg­ara nægi­lega vel og þar með verður til skort­ur á teng­ingu á milli þings og þjóðar, sem aft­ur skýr­ir hvers vegna ráðamenn hverju sinni virðast stund­um hafa misst allt jarðsam­band,“ skrifaði hann.

Styrmir skrifaði um að ekki sé allt lausnin að stofna nýja flokka, sem þó hefur undantekningu:

„Önnur áhrif eru þau að til hafa orðið fleiri stjórn­mála­flokk­ar, en eng­inn þeirra hef­ur náð veru­legu flugi, þótt býsna sterk staða Pírata ætti að verða öðrum flokk­um nokk­urt um­hugs­un­ar­efni.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: