Dilja Mist Einarsdóttir:
„Ekki aðeins rök þeirra sem telja sig sjálfir nógu mikla sérfræðinga. Því vekja tilraunir til þöggunar sem beinast jafnvel að æðstu handhöfum framkvæmdavalds óhug. “
Diljá Mist Einarsdóttir, verðandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendir sóttvarnarlækni og öðrum væna sneið í grein í Fréttablaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn virðist ætla að fara gegn sóttvarnarlækni í kosningabaráttunni. Ráðherrar flokksins börðu í gegn breytingar á tillögum Þórólfs Guðnasonar á maraþonfundi á Egilsstöðum. Með sínum aðferðum fengu þeir aðra ráðherra til að samþykkja að ekki sé krafist tveggja metra reglu heldur bara eins metra fjarlægðar.
Verðandi þingmaðurinn, Diljá Mist, skrifar:
„Þegar gengið er mjög nærri borgaralegum réttindum og frelsi fólks yfir lengri tíma er ekki aðeins mikilvægt, heldur nauðsynlegt, að stöðug og opin umræða fari fram um nauðsyn skerðinga. Fyrir þeim þurfa að vera vel ígrundaðar og veigamiklar ástæður og mikilvægt að öll sjónarmið komi fram. Ekki aðeins rök þeirra sem telja sig sjálfir nógu mikla sérfræðinga. Því vekja tilraunir til þöggunar sem beinast jafnvel að æðstu handhöfum framkvæmdavalds óhug. En ef við höfum eitthvað lært af sögunni þá er það það að stjórnvöld eru treg til að skila valdi sem þau hafa tekið sér og við þurfum að veita þeim stöðugt aðhald. Það er almannaheill.“