- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkur: Aldrei minna fylgi

Stjórnmál MMR hefur birt nýja skoðanakönnun um fylgi flokkanna. Að venju mælast Píratar með langmesta fylgið, eða 34,9 prósent.

Hins vegar hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki áður mælst með minna fylgi en nú, eða 20,6 prósent.

Samfylkingin hefur bætt við sig, og mælist nú með sama fylgi og flokkurinn fékk í kosningunum 2013, eða 12,9 prósent.

Framsóknarflokkurinn er með 11,5 prósent, VG er með 11,4 prósent og Björt framtíð mælist með 5,3 prósent.

Stjórnarflokkarnir mælast því saman með 30,9 prósent fylgi, fjórum prósentustigum minna en Píratar einir fá.

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar mikið millli kannanna. Var áður 35,6 prósent en er núna 31,2 prósent.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: