- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkur tapar forystuhlutverkinu

„Öll þessi mál eiga það sam­eig­in­legt að vera form­lega á for­ræði ráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins en lúta í reynd neit­un­ar­valdi VG.“

Páll Magnússon.

„Að öllu sam­an­lögðu – og hér hef­ur aðeins verið stiklað á stóru – virðist blasa við að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi varla annað upp úr krafs­inu í þessu rík­is­stjórn­ar­sam­starfi en að glata for­ystu­hlut­verki sínu í ís­lensk­um stjórn­mál­um,“ skrifar Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Mogga dagsins.

Páll segir ríkisstjórnina myndaða um ekki neitt. „Hún varð bara til af því að það var hægt að mynda hana; af því bara. Þegar lesn­ar eru sam­an niður­stöður flokks­ráðsfunda VG og Sjálf­stæðis­flokks­ins ný­verið – og umræður um stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra á dög­un­um – kem­ur þetta ber­lega í ljós: rík­is­stjórn­in á ekk­ert sam­eig­in­legt er­indi við þjóðina,“ skrifar Páll.

„Ef við lít­um sér­stak­lega á stöðu Sjálf­stæðis­flokks­ins í þessu sam­hengi er auðvelt að rök­styðja þá staðhæf­ingu að hún hafi lík­lega aldrei, í rúm­lega 90 ára sögu flokks­ins, verið verri en ein­mitt núna,“ segir Páll. „Í síðustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um fékk Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn minnsta fylgi sem hann hef­ur fengið frá stofn­un. Í síðustu alþing­is­kosn­ing­um fékk flokk­ur­inn næst­minnsta fylgi frá stofn­un – og missti for­ystu­hlut­verkið í tveim­ur af þrem­ur lands­byggðar­kjör­dæm­um. Raun­ar munaði inn­an við hundrað at­kvæðum á að flokk­ur­inn missti for­yst­una í þeim öll­um. Í öll­um könn­un­um um langt skeið hef­ur flokk­ur­inn verið botn­fast­ur í kring­um 20% fylgi og Sam­fylk­ing­in mæl­ist ít­rekað miklu stærri. Og það sem kannski er enn al­var­legra fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn er að Sam­fylk­ing­in hef­ur mælst stærri í öll­um kjör­dæm­um lands­ins; líka í Suðvest­ur­kjör­dæmi þar sem menn töldu ekki unnt að hagga for­ystu­hlut­verki flokks­ins.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ef litið er á stöðu þeirra mál­efna sem flokk­ur­inn ber helst fyr­ir brjósti þessi miss­er­in þá er hún þessi: Um­svif hins op­in­bera halda áfram að þenj­ast út og með fjár­lög­um yf­ir­stand­andi árs var sett nýtt Íslands­met í aukn­ingu rík­is­út­gjalda milli ára; mál­efni hæl­is­leit­enda eru áfram í full­komn­um ólestri og út­gjalda­aukn­ing­in í þess­um mála­flokki stjórn­laus; eina virkj­un­in sem kom­in var á fram­kvæmda­stig, Hvamms­virkj­un, var stöðvuð í sum­ar því aðdrag­and­inn sam­ræmd­ist ekki til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er ein­hvern veg­inn bú­inn að láta vefja sér inn í þá óskilj­an­legu þver­sögn VG að tala í sí­bylju um orku­skipti – en það má samt ekk­ert virkja til að hægt sé að skipta um orku,“ skrifar Páll.

Og bætir við: „Öll þessi mál eiga það sam­eig­in­legt að vera form­lega á for­ræði ráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins en lúta í reynd neit­un­ar­valdi VG. Ofan á þetta bæt­ist að ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur ákveðið að end­ur­flytja frum­varp sitt um Bók­un 35, sem er gríðarlega um­deilt meðal stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins. Mörg­um þeirra finnst bein­lín­is átak­an­legt að vara­formaður flokks­ins flytji mál af þessu tagi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: