„Meðan við glímum við efnahagskreppu, sem gæti orðið sú dýpsta í áratugi, er ekki hjálplegt eða líklegt til árangurs að stjórnmálamenn berist á banaspjót vegna hugsanlegra stjórnarskrárbreytinga, Evrópusambandsaðildar eða einhvers konar róttækrar umbyltingar á þjóðfélagsgerðinni,“ skrifar Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í Moggagrein. Þetta er alvara. Birgir handbremsa síns flokks. Enginn þingmaður er seigari í að stöðva mál sem eru flokknum á móti skapi.
Afstaða Sjálfstæðisflokksins hlýtur að meiða Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem hefur farið fyrir vinnu við hugsanlegar breytingar á stjórnarskránni. Nú segir flokkurinn; hingað og ekki lengra.
En hvers vegna?
„Eins og dæmi eru um frá fyrri tíð kann að vera freisting fyrir einhverja að reyna að nýta ástandið og erfiðleikana til að ná einhverjum óskyldum pólitískum markmiðum. Slíkt ber auðvitað að varast, enda er það vísasti vegurinn til að tefja fyrir og trufla vinnuna við hin brýnu viðfangsefni sem við stöndum frammi fyrir á næstu vikum og mánuðum. Við skulum ekki gera okkur þau verkefni erfiðari en ella með því að kveikja aðra elda að óþörfu,“ skrifar Birgir og notar kórónuveiruna sem handbremsu á mál forsætisráðherrann.