Sjálfstæðisflokkur, skugginn af sjálfum sér
„Nú er flokkurinn aðeins skugginn af sjálfum sér. Fyrir þessari stöðu liggja margar ástæður eins og oft hefur verið nefnt og þarf að nefna.“
Þannig skrifar einn af áhrifamönnum innan Sjálfstæðisflokksins, Viðar Guðjohnsen
lyfjafræðingur. Mogginn birtir grein Viðars.
En hvað veldur þessari stöðu flokksins?
„Meginástæðuna tel ég þó vera að fulltrúar hafa misst sjónar á stóra samhenginu; hvað það er sem sameinar okkur undir hinum fallega fána, hvers vegna landnámsmenn settust hér að, á hvaða óumsemjanlegu gildum Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður, hvers vegna fálkinn varð fyrir valinu sem kennimerki okkar sjálfstæðismanna, hvers vegna Valhöll – sem byggð var af flokksmönnum – er þar sem hún er, af hverju flestar flokkseiningar bera nöfn úr goðafræðinni þótt flokkurinn hafi í alla tíð haldið vörð um kirkjuskipan landsins, af hverju forystumenn flokksins fyrrum börðust fyrir eignarhaldi hins opinbera á orkuverum eða að aðeins íslenskir ríkisborgarar gætu keypt hér fasteignir.“
Ert nokkru við a bæta?
„Sjálfstæðisflokkurinn var nefnilega ekki bara stofnaður sem stjórnmálaflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður sem órjúfanlegur hluti af sál þjóðarinnar.“
Sem fyrr segir er greinin hér byggð á langri grein Viðars sem er að finna í Mogganum í dag.