Hún er nokkuð spennandi yfirlestrar færslan sem Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata skrifar á Facebook.
„Á fundi Skipulags- og samgönguráðs í gær mættu nokkrir Sjálfstæðisflokkar sem allir voru ósammála hvor öðrum. Tillaga um Laugaveg sem göngugötu var til afgreiðslu á fundinum og hana samþykktu tveir fulltrúar flokksins en á móti var Marta Guðjónsdóttir.
Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir bókuðu: „Fulltrúarnir fagna nýrri útfærslu enda tekur hún tillit til framkominna athugasemda um skipulagið.“ en Marta bókar: „Það kallast svikasamráð en ekki raunverulegt samráð,“ um tillöguna.
Reyndar hafði Marta áður samþykkt þessar hugmyndir ásamt flokksfélögum sínum í sem kusu með því í september 2018. Sú tillaga segir: „Borgarstjórn samþykkir að fela umhverfis- skipulagssviði að gera tillögu að útfærslu Laugavegs og Bankastrætis sem göngugötur allt árið ásamt þeim götum í Kvosinni sem koma til greina sem göngugötur.“
Á fundinum gær var fjallað um tillögu Sjálfstæðisflokksins um að birta ekki efni úr rafrænum eftirlitsmyndavélum á vefsíðu aðgengilega öllum eins og hefur verið. Með voru Hildur og Katrín en á móti var Marta sem líkt og öðrum málum þar sem á greinir hallar sér upp að Miðflokknum.
Tekin var fyrir fyrirspurn frá Seltjarnanesbæ á. fundinum. Þar kom glöggt í ljós að Miðflokksarmi Sjálfstæðisflokksins er mjög umhugað um íbúa Seltjarnarness. „Hvaða sveitarfélag myndi láta bjóða sér það eins og Seltirningar mega þola að hafa 40 km hámarksakstur út úr sveitarfélaginu á stofnbraut í stað þess að Reykjavíkurborg greiði fyrir Vegagerðinni með þverun gatna fyrir gangandi og hjólandi með göngubrúm eða undirgöngum. Þetta er óviðunandi ástand – Seltjarnarnes er fangi Reykjavíkur í umferðarmálum.“
Já, ef einhver er í vanda með að átta sig á málinu þá snýst bókun Miðflokksins og Miðflokksins í Valhöll um að óásættanlegt sé að íbúar Seltjarnarness þurfi að virða öryggi og umferðarreglur vegna þess að þau eru að fara úr sveitarfélaginu sínu.
Já það eru margar hliðar á Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík.“