- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkur með veiðileyfi á Svandísi

Sjálfstæðisflokkur hefur vanrækt heilbrigðiskerfið.

Óvænt birtir Mogginn, og það á leiðarsíðu sinni, grein eftir Helgu Völu Helgadóttur. Í lok janúar birtist þar grein eftir Helgu Völu þar sem hún lýsti vanþóknun sinni á ritstjórn Davíðs Oddssonar.

„Til­gang­ur­inn helg­ar meðalið, fjöl­miðill­inn Morg­un­blaðið er dreg­inn niður í svaðið með rit­stjór­an­um og fjórða valdið skadd­ast. Eft­ir stend­ur viðfangs­efnið, stund­um laskað, stund­um fíleflt en fjöl­miðill­inn og þar af leiðandi hið upp­lýsta sam­fé­lag ber skaðann,“ skrifaði Helga Vala meðal annars þá.

Nú finnur hún harkalega að þingflokki Sjálfstæðisflokksins og framgöngu þingmannanna gagnvart Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Grein sína endar Helga Vala svona:

Þú gætir haft áhuga á þessum
„Það þarf eng­an stærðfræðing til að segja okk­ur að það er óskap­lega heimsku­legt að senda veikt fólk í aðgerðir til út­landa sem kost­ar rík­is­sjóð meira en að fram­kvæma aðgerðirn­ar hér heima.“
Ljósmynd: Piron Guillaume.

„Það veiðileyfi sem þing­menn Sjálf­stæðis­flokks virðast hafa fengið á heil­brigðisráðherra kem­ur stjórn­ar­and­stöðuþing­manni spánskt fyr­ir sjón­ir, ekki síst í ljósi þagn­ar annarra stjórn­arþing­manna við aðgerðum ráðherra Sjálf­stæðis­flokks þegar kem­ur t.d. að leyf­um til hval­veiða, lösk­un á dóms­kerf­inu og lækk­un veiðigjalds. Svo virðist sem gagn­rýni inn­an stjórn­ar­flokka sé bara í boði ef sjálf­stæðisþing­menn bera hana fram. Ann­ars myndi hún lík­ast til kall­ast sundr­ung og kattasmöl­un.“

Þarna er létt skotið á hina rólegu þingflokka Vinstri grænna og Framsóknar, og það að vonum.

„Það er kostu­legt að fylgj­ast með þing­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem hef­ur verið við völd nán­ast linnu­laust frá lýðveld­is­stofn­un, tala um stöðuna í heil­brigðis­kerf­inu á Íslandi. Svo virðist sem þau hafi misst af umræðu und­an­far­inna ára þar sem ít­rekað hef­ur verið kallað eft­ir upp­bygg­ingu innviða, meðal ann­ars heil­brigðis­kerf­is­ins. Eins og þau hafi einnig misst af umræðu meðal þjóðar­inn­ar, á málþing­um, í könn­un­um og í fjöl­miðlum um mik­il­vægi op­in­bers gjald­frjáls heil­brigðis­kerf­is. Heil­brigðis­kerfið hef­ur í boði Sjálf­stæðis­flokks og sam­starfs­flokka verið van­rækt stór­kost­lega, svo þrátt fyr­ir frá­bært starfs­fólk á heims­mæli­kv­arða er helst fjallað um biðlista og gjald­töku af fár­veiku fólki. Þessi staða í heil­brigðis­kerf­inu er póli­tísk ákvörðun, ekki nátt­úru­lög­mál, og þessu verður ein­fald­lega að snúa við,“ skrifar Helga Vala.

„Núna hef­ur þing­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins tek­ist að láta umræðuna snú­ast um að heil­brigðisráðherra í þeirra eig­in rík­is­stjórn beri ábyrgð á ófremd­ar­ástand­inu.“
Ljósmmynd: Vísir.

„Núna hef­ur þing­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins tek­ist að láta umræðuna snú­ast um að heil­brigðisráðherra í þeirra eig­in rík­is­stjórn beri ábyrgð á ófremd­ar­ástand­inu. Að hún sé sú sem komi í veg fyr­ir að veikt fólk fái bót meina sinna á meðan að staðreynd­in er sú að það þarf að efla hér okk­ar op­in­bera heil­brigðis­kerfi með sam­eig­in­legu átaki okk­ar allra, ein­mitt til að við get­um borið okk­ur sam­an við þau vel­ferðarríki sem við í dag­legu tali flokk­um okk­ur með.

Það þarf eng­an stærðfræðing til að segja okk­ur að það er óskap­lega heimsku­legt að senda veikt fólk í aðgerðir til út­landa sem kost­ar rík­is­sjóð meira en að fram­kvæma aðgerðirn­ar hér heima. En þess­ir ágætu þing­menn virðast horfa al­gjör­lega framhjá því að það er hægt að gera þetta á enn kostnaðarminni hátt, með því að byggja upp og hlúa að okk­ar op­in­bera heil­brigðis­kerfi. Af hverju neita sjálf­stæðis­menn að horf­ast í augu við að það er búið að reyna með hörmu­leg­um af­leiðing­um að svelta hið op­in­bera kerfi nán­ast inn að beini? Það er ekki bannað að leita lækn­inga hjá sjálf­stæðum lækn­um en það sem mun alltaf koma okk­ur illa er ef sjálf­stæðismönn­um tekst að búa hér til tvö- og þre­falt kerfi þar sem þeir efna­meiri kom­ast fram fyr­ir raðirn­ar og fá betri þjón­ustu í krafti fjár­magns. Það er ekki í anda þess vel­ferðar­kerf­is sem við jafnaðar­menn aðhyll­umst og ég veit að heil­brigðisráðherra aðhyll­ist líka.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: