Af samtölum er ljóst að það fer um marga Sjálfstæðismenn þegar þeir eru spurðir um fylgi flokksins, sem hefur ekki verið lægra í annan tíma, nema þá í kosningunum 2009, það er í kjölfar hrunsins.
Einn af valdamönnum flokksins sagði svo komið að flokkurinn fái nú aðeins stuðning frá kjarnafylgi flokksins og minni geti stuðningurinn varla orðið. Sá er ekki sáttur með að hugmyndir um nýja flokk, til hliðar við Sjálfstæðisflokkinn. Viðmælandi segir þó það ljós í myrkrinu að nýr flokkur myndi sækja fylgi sitt annað en til Sjálfstæðisflokksins, þar sem meira verði varla tekið af honum.
Aðrir viðmælendur segjast hafa þungar áhyggjur af stöðu flokksins.
Könnunin var gerð dagana 28. febrúar til 26. mars, en á þeim tíma stóð umræða um aðildarumsókn að ESB sem hæst og skuldaleiðréttingafrumvörp ríkisstjórnarinnar enn ekki komin fram.
Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkur 24,4 prósent, Björt framtíð 17,5 prósent, Samfylking 16,7 prósent, Framsóknarflokkur 13,4 prósent, Vinstri græn 12,2 prósent og Píratar 9,7 prósent.
Átján þúsund og fimm hundruð
Á síðustu fjórum vikum lásu 18.500 Miðjuna.