- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkur fylgi eigin stefnu og lækki ofurlaun opinberra starfsmanna

Allt þetta ger­ist á vakt stjórnmálaflokka sem gefa sig út fyr­ir at­hafna­frelsi.

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sem hef­ur hlúð að frjálsu fram­taki og dregið úr rík­is­rekstri þarf að bretta upp erm­ar og fylgja stefnu flokks­ins sem hef­ur borið tölu­vert af leið á und­an­förn­um miss­er­um. Mik­il­vægt er að lækka of­ur­laun stjórn­mála­stétt­ar­inn­ar, emb­ætt­is­manna og op­in­berra starfs­manna sem eru ekki í nein­um tengsl­um við raun­hag­kerfi lands­ins og leggja lítið af mörk­um til að byggja upp nýj­ar at­vinnu­grein­ar sem geta tryggt af­komu til lengri tíma,“ þannig skrifar Albert Þór Jónsson viðskiptafræðingur í Moggann í dag.

Albert Þór segir: „Skatta­hækk­an­ir, fjölg­un op­in­berra starfs­manna og út­blásna yf­ir­bygg­ingu með mikla ákv­arðana­fælni þarf að skera niður. Það er aug­ljóst að mik­il­væg­asta aðgerð í hag­stjórn á Íslandi á næstu árum er að lækka út­gjöld rík­is­sjóðs og auka fram­leiðni í rík­is­rekstri. Þá fjár­muni sem verða til með hagræðingu í rík­is­rekstri á að nýta í fjár­mögn­un á nýj­um fyr­ir­tækj­um á einka­markaði í líf­tækni, lyfjaiðnaði, fjár­tækni, heil­brigðisþjón­ustu og há­tækni.“

Albert Þór vill áminna opinbera starfsmenn: „Stjórn­mála­menn, emb­ætt­is­menn og op­in­ber­ir starfs­menn og þeir sem vinna óbeint fyr­ir ríkið sem eru fjöl­marg­ir verða að gera sér grein fyr­ir því að pen­ing­arn­ir detta ekki af himn­um ofan held­ur eru þeir afrakst­ur sparnaðar skatt­greiðenda.“

„Hægt væri að spara tugi millj­arða með því að leggja niður op­in­ber­ar stofn­an­ir. “

Albert Þór sér mörg tækifæri verði stefnu Sjálfstæðisflokksins fylgt: „Hægt væri að spara tugi millj­arða með því að leggja niður op­in­ber­ar stofn­an­ir sem hafa annaðhvort ekk­ert hlut­verk eða eru úr­elt­ar í breytt­um heimi.“

Albert Þór heldur áfram: „Fjár­mála­kerfið, heil­brigðis­kerfið, mennta­kerfið og fjöl­miðlar eru rík­is­rek­in að stærst­um hluta og þurfa ekki að lúta aga sam­keppni eða einkafram­taks. Allt þetta ger­ist á vakt stjórnmálaflokka sem gefa sig út fyr­ir at­hafna­frelsi, frjálst fram­tak, sam­keppni og minni rík­is­af­skipti. Árang­ur­inn á und­an­förn­um árum er ekki mik­ill og virðast stjórn­mála­flokk­ar sem aðhyll­ast rík­is­rekst­ur og miðstýr­ingu stjórna ferðinni með for­ystu­menn sem hafa aldrei þurft að vera í sam­keppn­is­rekstri held­ur notið þess að vera í faðmi rík­is­ins frá því elstu menn muna.“

Að lokum ákveðin áminning til forystu Sjálfstæðisflokksins: „Draum­ur komm­ún­ista og þeirra sem aðhyll­ast miðstýr­ingu hef­ur alltaf breyst í mar­tröð þegar raun­veru­leik­inn tek­ur við sama hvaða at­vinnu­grein­ar er horft til. Stjórn­mála­flokk­ar sem gefa sig út fyr­ir at­hafna­frelsi, frjálst fram­tak og sam­keppni verða að fara að starfa eft­ir því leiðarljósi sem þau voru stofnuð til og þjóna þannig kjós­end­um sín­um sem vilja breyta nú­ver­andi stefnu sem er nán­ast al­farið rík­is­stefna á öll­um sviðum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: