- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkur, flokkur án endurnýjunar

Styrmir Gunnarsson spyr hvað hafi orðið um yngstu kjósendur Sjálfstæðisflokksins.

„Sú var tíðin, að Sjálfstæðisflokkurinn átti mest fylgi meðal yngstu kjósendanna – og þar af leiðandi bjarta framtíð. Um langt skeið hefur verið ljóst, að það á ekki lengur við. En um það er aldrei rætt á opnum fundum, hvorki meðal hinna eldri né á vegum ungliðahreyfingar flokksins,“ skrifar Styrmir.

Styrmi er þetta hugleikið: „Hvað veldur? Er ekki ástæða til? Það er augljóst að flokkurinn nær ekki fyrri stöðu nema með því að ná aftur til yngstu kjósendanna. Þessi tregða til að leita skýringa á miklu fylgistapi er óskiljanleg.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: