- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkur einn neikvæður

Alþingi Tekist er á á Alþingi hvort þingið eigi að samþykkja að ræða hvort breyta eigi stjórnarskrá áður en þingið hættir sörfum.

Jón Þór Ólafsson: „Þetta mál er mjög einfalt. Það þýðir að við erum að bera upp fyrir þingið hvort það samþykkir að setja á dagskrá þingfundar frumvarp Pírata sem er í rauninni þess efnis að í framtíðinni verða stjórnarskrárbreytingar bornar undir þjóðina. Það er það sem við erum að biðja um.

Ef við fáum málið á dagskrá í dag eða fyrir þinglok væri hægt að greiða atkvæði um það, klára það, og þá getur næsta þing eftir kosningar samþykkt það og við getum strax farið að breyta stjórnarskránni, eins og að taka út úr stjórnarskránni ákvæðið um uppreist æru. Það er ekki hægt að klára uppreist æru og þurrka út úr lögum nema það sé gert í stjórnarskrá.

Við getum farið að setja inn alvörugegnsæisákvæði í stjórnarskrá. Við getum gert þetta hægt og rólega og í sátt í stað þess að þurfa að bíða aftur í fjögur ár.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Katrín Jakobsdóttir: „Í gær lagði ég það til á fundi formanna flokkanna, í von um að hægt væri að sameinast um nýtt breytingarákvæði í stjórnarskrá, tillögu um sambærilegt ákvæði og það sem var í gildi á árunum 2013–2017, þ.e. að hægt væri að samþykkja stjórnarskrárbreytingar með gömlu aðferðinni, en til viðbótar kæmi bráðabirgðaákvæði þannig að hægt væri að samþykkja stjórnarskrárbreytingar með auknum meiri hluta á Alþingi og þeim þröskuldi að 25% atkvæðisbærra manna mundi ljá þeim atkvæði sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu.“

Óttarr Proppé: „Þessi tillaga byggir á ákvæði sem var hér í gildi en þó með hærri þátttökuþröskuldi á þeim tíma, þ.e. 40% þátttökuþröskuldi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún var tilraun til að miðla málum, skapa aukna samstöðu um stjórnarskrárbreytingar og allir flokkar á þingi nema Sjálfstæðisflokkurinn tóku mjög jákvætt í þessa tillögu. Það var mín von að við hefðum getað náð saman um þessa málamiðlun og náð þar með aukinni samstöðu um stjórnarskrárbreytingar til framtíðar. Það náðist ekki. Því er það mat okkar Vinstri grænna að það sé best að ljúka þinghaldi með þeim málum sem eru á þeirri dagskrá sem hefur verið útgefin og að þjóðin fái tækifæri til þess að endurnýja umboð sitt til þingmanna.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: