Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins mun leggja fram, á borgarstjórnarfundi á morgun, leggja fram tillögur til styrktar atvinnufyrirtækjum. Til að mynda lækkun fasteignagjalda. Ekki um lækkun fasteignaskatta heimilanna. Enda var þess ekki að vænta.
„Í þessu ófyrirséða árferði er nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða sem staðið geta vörð um störf og afkomu heimilanna,“ skrifar Hildur Björnsdóttir í Fréttablaðið í dag.
Og hvernig á að standa vörð um afkomu heimilanna?
„Á borgarstjórnarfundi nú á þriðjudag mun Sjálfstæðisflokkur leggja fram tillögur sem styðja við fyrirtæki í tímabundnum rekstrarerfiðleikum svo koma megi í veg fyrir uppsagnir. Tillögurnar miða að lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði, lengdum gjaldfresti, lægri gjaldskrám og auknum krafti í opinberar framkvæmdir. Jafnframt að ráðist verði í markaðsátak til stuðnings ferðaþjónustu í borginni. Markmið aðgerðanna er að veita fyrirtækjum í borginni aukið svigrúm svo bregðast megi við þessum ófyrirséðu aðstæðum.“
Áfram heldur Hildur: „Við verðum að draga úr álögum, auka svigrúm og mæta þeim tekjumissi sem fyrirsjáanlega mun raungerast hjá stórum hluta atvinnurekenda í borginni. Því má ekki gleyma að aðgerðir sem þessar gagnast ekki aðeins atvinnurekendum, heldur fyrst og fremst launafólki og heimilum í borginni.“