- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkur bjargarlaus og rökþrota


Sjálfstæðisflokkurinn er skrímsli sem eyðir sjálfu sér.

Davíð Oddsson kýs, í Staksteinum dagsins, að gera orð Páls Vilhjálmssonar, að sínum. Davíð segir að félagi sinn, Páll, hafi bent á á að áköf­ustu tals­menn viður­kenni óviss­una um orkupakk­ann.

„Fjölda­hreyf­ing vill stöðva inn­leiðingu pakk­ans, al­menn­ir sjálf­stæðis­menn and­mæla stefnu for­yst­unn­ar, þjóðin er á móti og fylgið hryn­ur af flokkn­um,“ segir í Staksteinum.

„Móður­flokk­ur­inn er í sömu stöðu og strax eft­ir hrun, bjarg­ar­laus og rökþrota. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er við það að tapa for­ystu­hlut­verki sínu í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Him­inn og haf er á milli ráðherra flokks­ins sem kalla orkupakk­ann þýðing­ar­laust smá­mál en er stór­hættu­legt valda­framsal á full­veldi þjóðar­inn­ar í aug­um and­stæðinga pakk­ans.“

Þú gætir haft áhuga á þessum


For­ysta Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur fá­eina daga til að vakna.

Það er ekkert annað. Trúlegt er að andstæðingar flokksins taki ekki svo sterkt til orða. Hvað þá innmúraðir og innvígðir. Áfram:

„For­ysta Sjálf­stæðis­flokks­ins er ein­angruð í mál­inu,“ og svo þetta: „Eft­ir það sem á und­an er gengið yrði versta niðurstaða Sjálf­stæðis­flokks­ins að fá orkupakk­ann samþykkt­an. Á yf­ir­borðinu liti samþykkt út eins og stór­sig­ur. En þegar sæ­strengsum­ræðan fer á fullt í kjöl­farið mun op­in­ber­ast að varn­ir Íslands eru stór­um veik­ari, ein­mitt vegna orkupakk­ans.“

Leikar æsast: „Sjálf­stæðis­flokk­ur sem skipu­lega veik­ir full­veldi lands­ins er skrímsli sem eyðir sjálfu sér. For­ysta Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur fá­eina daga til að vakna og bregðast við áður en óbæt­an­legt tjón hlýst af. Ann­ars verður „smá­málið“, orkupakk­inn, litla þúfan sem velt­ir fylg­is­hlassi Sjálf­stæðis­flokks­ins og dreif­ir því um víðan völl.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: