- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkur: Aukin fræðsla um samkynhneigð

Stjórnmál Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkur hafa lagt til að samstarfssamningur borgarinnar við Samtökin 78 verði endurnýjaður sem fyrst svo að fræðsla um samkynhneigð verði efld í grunnskólum borgarinnar.

Samstarfssamningur við samtökin er úr gildi og hefur ekki verið endurnýjaður. „Það er bagalegt þar sem svo nauðsynleg mannréttindabarátta um einstaklingsfrelsi og gegn fordómum sé unnin ötullega innan grunnskólanna Reykjavíkur í samstarfi við fagaðila,“ segir í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: