- Advertisement -

„Sjálfstæðisflokks-konur eru Sjálfstæðisflokks-konum bestar“

Sólveig Anna skrifar:

Dómsmálaráðherra gengur í bol sem á stendur, „Konur eru konum bestar“, þegar hátt settar konur innan Sjálfstæðisflokksins eru í vandræðum. En þegar að Doaa, kona sem hefur dvalið hér í tvö ár, kona á flótta undan óbærilegum aðstæðum, kona sem kannski hélt að sökum þess að Ísland er jú svo glæsileg jafnréttisparadís að hún gæti fengið að setjast hér að, fengið hér skjól, fengið hér frið, þarf á stuðningi að halda þá gildir slagorðið ekki lengur. Kona sem hefur ekki verið í flokknum, kona sem fer ekki í kostaðar skemmtiferðir með áhrifavöldum, hún er ekki konan sem dómsmálaráðherra vill vera best. Reynum að læra þessa lexíu, hættum meðvirkninni með ruglinu: Frjálslyndur femínismi valdastéttarinnar eru ekkert meira en tækifæri til að nota herskáa baráttu kvenna fyrir réttlæti í gegnum aldirnar, samstöðu kvenna í því að segja skilið við ofbeldisfullt kerfi rasisma og stéttaskiptingar í þeim tilgangi að stöðva málefnalega gagnrýni á flokkssystur sínar þegar þær eru í vandræðum. Brúnu, valdalausu, eignalausu flóttakonurnar verða bara að fokka sér.

Ég vona að Áslaug Arna fái sér nýjan bol með þessari áletrun: „Sjálfstæðisflokks-konur eru Sjálfstæðisflokks-konum bestar. Hinar koma okkur ekki við“.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: