- Advertisement -

Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi

Til hamingju Ísland með flokkana sem leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda hvað eftir annað.

Oddný Harðardóttir skrifar:

Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi fyrir hagstjórninni. Hvað eftir annað enda þeirra ráð með kostnaði á almenning og niðurskurði í velferðarkerfinu.

Þegar þeir tóku við stjórnartaumunum aftur eftir hrun 2013 með Framsókn, þá lækkuðu þeir skatta og veiðigjöld og réttu rúmar 70 milljarða fólki sem lang flest þurfti ekkert á þeim að halda, undir yfirskini svokallaðrar leiðréttingar. Vegir, skólar og heilbrigðisstofnanir, innviðir samfélagsins, liðu fyrir ranga forgangsröðun. Í stað þess að safna til mögru áranna í uppsveiflunni og slakanum í efnahagslífinu sem þá var og búa innviði undir niðursveiflu, þá breyttu þeir skattbyrðinni þannig að þeir efnameiri högnuðust á kostnað hinna og skildu innviðina eftir vanrækta.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og hvað gera þeir svo núna í niðursveiflunni? Jú – skera niður í velferðinni. Þeir sem þurfa á stuðningi og þjónustu ríkisins að halda taka niðursveifluna. Þeir hinir sömu sem ekki fengu að njóta góðærisins. Þeim dettur ekki í hug að skattleggja auðmenn eða sækja fullt verð fyrir auðlindirnar. Til hamingju Ísland með flokkana sem leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda hvað eftir annað.

Hverjum treystir þú spyr ég nú bara.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: