Eins og kom fram í frétt hér á Miðjunni í gær, var Njáli Trausta Friðbertssyni, Sjálfstæðisflokki og varaformanni utanríkismálanefnd, ætla að kýla áfram í nefndinni bókun 35. Honum var gert að nýta þá smugu sem myndaðist meðan Bjarni Jónsson, úr Vinstri grænum og formaður nefndarinnar, var að funda í Strassborg.
Sjálfstæðisflokkurinn, og ekki síst varaformaðurinn og utanríkisráðherrann, Þórdís K.R. Gylfadóttir, reyndu hvað hægt var að fá málið úr nefndinni meðan Bjarni Jónsson var fjarverandi. Það mistókst.
Í Mogganum í dag segir:
„Til stóð að á fundi utanríkismálanefndar, sem halda á kl. 13.00 í dag, yrðu gestakomur vegna frumvarps utanríkisráðherra til laga um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, sem varðar bókun 35 um forgangsreglu hans í íslenskum rétti. Dagskrá fundarins var hins vegar fyrirvaralaust breytt í gær og er nú aðeins eitt mál á dagskrá, þingsályktunartillaga um rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála.
Þetta er þriðji fundur nefndarinnar í vikunni. Líkt og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur Bjarni Jónsson, formaður nefndarinnar, verið erlendis en Njáll Trausti Friðbertsson varaformaður stýrt starfi nefndarinnar á meðan og kappkostað að hraða afgreiðslu málsins. Formaðurinn lýsti óánægju með það og telur það í ósamræmi við það sem lagt hafi verið upp með í góðu samkomulagi að hann hélt.“