- Advertisement -

Sjálfsmarkið í Valhöll

Sigurjón Magnús Egilsson:

Loks steig Bjarni fram á Valhallartröppurnar. Stjórnarslit? Nei, alls ekki. Hvað þá? Ekkert spes. Hvers vegna var boðað til fundarins með nánast engum fyrirvara? Bara, vildu bara hittast og spjalla. Um hvað, stjórnarslit? Nei, ekkert svoleiðis.

Leiðari: Bjarni formaður kallaði fyrirvaralaust til fundar í Valhöll. Allur þingflokkurinn mætti. Nokkrir þingmenn vissu ekki hvað til stóð. Þeir sem eru nær formanninum höfðu grun um hvap var framundan. Sem sagt, ekki neitt.

Dulúðin var mikil. Vinstri græn höfðu sprænt á veggi Valhallar. Stjórnarslit? Þingmenn áttu allt eins von á því. Fjölmiðlar biðu utandyra. Og biðu. Hvað er framundan. Kosningar 23. nóvember sagði einhver. Jólastjórn?

Klukkan leið. Innum gluggana sáust þingmenn tala saman. Fjölmiðlar heyrðu ekkert, bara sáu. Enn leið tíminn. Óvissan var algjör. Samfélagsmiðlar kölluðu að ríkisstjórninni yrði slitið. Annað gat ekki staðið til.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við héldum að í VG væru mestu klaufar stjórnmála dagsins.

Loks steig Bjarni fram á Valhallartröppurnar. Stjórnarslit? Nei, alls ekki. Hvað þá? Ekkert spes. Hvers vegna var boðað til fundarins með nánast engum fyrirvara? Bara, vildu bara hittast og spjalla. Um hvað, stjórnarslit? Nei, ekkert svoleiðis.

Vinstri græn héldu heljarfund um síðustu helgi. Flokkurinn mælist langt frá þingsætum. Þeim þótti heppilegast að kjósa sér einn af ráðherrum þessarar þreyttu ríkisstjórnar sem formann. Kom svo sem ekki á óvart. En samt. Óvinsælasta ríkisstjórn sögunnar.

Vinstri græn hafa spilað illa úr sínu. Ganga nú um með krummafót. Flest er í klessu. Það byrjaði löngu áður en Katrín stökk frá borði. Við héldum að í VG væru mestu klaufar stjórnmála dagsins.

Svo kom Bjarni, enn eina ferðina. Boðar til leynifundar hér og nú. Fundar sem alþjóð vissi um innan hálftíma. Fjölmiðlar sátu fyir fundarmönnum. Enginn vissi neitt. Stjórnarslit?

Nei, sjálfsmark. Sjálfstæðisflokki tókst að taka framúr Vinstri grænum í vitleysunni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: