- Advertisement -

Sjálfskipaður foringi kynslóðabilsins

Fulltrúar unga fólksins kenna miðaldra hræðslubandalaginu um hvernig fór með kosningaréttinn þeirra.

„Það er leiðin­legt að þing­menn hafi með málþófi komið í veg fyr­ir að frum­varp, sem nýt­ur stuðnings mik­ils meiri­hluta Alþing­is, fengi af­greiðslu fyr­ir páska,“ seg­ir Ingvar Smári Birg­is­son, formaður Sam­bands ungra sjálf­stæðismanna, í viðtali við Moggann, þar sem sjálfskipaður foringi kynslóðabilsins er ritstjóri.

„Full ástæða hlýt­ur að vera að velta því fyr­ir sér hvort eðli­legt get­ur tal­ist að þeir sem skil­greind­ir eru sem börn í lög­um eigi að hafa kosn­inga­rétt,“ skrifar sá.

Unga fólkið í stjórnmálum kennir miðaldra körlum um hvernig fór. Ein helsta vörn hræddu karlana var ekki megi lækka kosningaaldur nema að vel ígrunduðu máli og í pólitískri sátt við þá.

„Hvað sem fólki kann að finn­ast um þetta ættu flest­ir að geta verið sam­mála um að slík­ar breyt­ing­ar þarf að ígrunda vel og ræða og að ekki er heppi­legt að þær séu gerðar í ofboði rétt fyr­ir kosn­ing­ar. Það er líka æski­legt að sem mest samstaða ríki um regl­ur um kosn­ing­ar og þær séu alls ekki nýtt­ar til að efna til ófriðar og sund­ur­lynd­is. Nóg er samt,“ skrifar ritstjórinn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ungliðahreyf­ing­ar allra stjórn­mála­flokka sem hafa slík­ar hreyf­ing­ar inn­an sinna vé­banda, sendu í sam­ein­ingu bréf til þing­manna þar sem þeir voru hvatt­ir til þess að samþykkja frum­varpið. Í bréf­inu seg­ir meðal ann­ars: „At­hygli vek­ur að yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra styðja málið, og öll sam­tök ungs fólks sem sendu inn álit voru mál­inu fylgj­andi. Það væru því mik­il von­brigði ef Alþingi tæki ekki af­stöðu með ungu fólki sem vill hafa áhrif á sam­fé­lagið sitt, og bæri fyr­ir sig ákvæði sem ekki eiga við.“

Unga fólkið í hinum stjórnarflokkunum er ekki hrifið: „Þetta er frek­ar öm­ur­legt,“ seg­ir Gyða Dröfn Hjalta­dótt­ir, formaður Ungra VG, sem tel­ur að frum­varpið hafi verið stöðvað með málþófi þing­manna þeirra flokka sem njóta minna fylg­is meðal ungs fólks. „Við erum auðvitað bara mjög von­svik­in að þetta frum­varp hafi ekki náð í gegn,“ seg­ir Sandra Rán Ásgríms­dótt­ir, formaður Sam­bands ungra fram­sókn­ar­manna í samtalið við Moggann.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: