- Advertisement -

Sjálfshól Vinstri grænna á Alþingi

Við búum nefnilega að traustri forystu.

Alþingi /„Um árangur ríkisstjórnar Íslands undir forystu Vinstri grænna í baráttunni gegn Covid er fjallað víða um heim og skyldi engan undra,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna á eldhúsdegi Alþingis í gærkvöld.

Ekki var laust við sjálfshól þingflokksformannsins.

„Ég er afar stolt af því að standa hér sem þingflokksformaður Vinstri grænna enda skiptir máli hverjir eru við stjórnvölinn, ekki síst á erfiðum tímum,“ sagði Bjarkey Olsen og sagði svo:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir.

„Í öllu því havaríi sem fylgdi því að koma landi og þjóð í skjól fyrir óþekktri veiru efaðist ég þó aldrei um að vel myndi takast til. Við búum nefnilega að traustri forystu, bæði í forsætisráðuneytinu sem og ráðuneyti heilbrigðismála sem mikið mæddi á þetta vorið og í öllu Stjórnarráðinu. Það er á þeim stundum, þar sem taka þarf stórar og erfiðar ákvarðanir, sem efasemdir þagna um hæfi fólks. Ég er afar stolt af því að standa hér sem þingflokksformaður Vinstri grænna enda skiptir máli hverjir eru við stjórnvölinn, ekki síst á erfiðum tímum.“

Eftir að hafa mært bæði Katrínu Jakobsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur var næst komið að varaformanni Vg og umhverfisráðherranum, Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Bjarkey Olsen sagði:

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Ljósmynd: Rúv.

„Það er mikil áskorun að vera ráðherra umhverfis og auðlinda á tímum þar sem augu heimsins beinast sem aldrei fyrr að málaflokknum. Þess þó heldur þegar Covid kom og hliðra þurfti mikilvægasta náttúruverndarmáli Íslands, hálendisþjóðgarði, fram á haust. En okkar góði umhverfisráðherra heldur ótrauður áfram. Í dag kynnti hann ásamt ríkisstjórninni metnaðarfulla aðgerðaáætlun í loftslagsmálum þar sem gert er ráð fyrir að 46 milljörðum verði varið til aðgerða í loftslagsmálum næstu fimm árin. Aðgerðaáætlunin sýnir að við munum ekki bara standa við alþjóðlegar skuldbindingar heldur gera enn betur.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: