Atli Þór Fanndal:
„RÚV fjallaði ekki um niðurlagningu Nýsköpunarmiðstöðvar í margra mánuði þrátt fyrir endalausa ástæðu og material. RÚV hefur fjallað örlítið um þetta undanfarna daga til að redda sjálfum sér. Of seint auðvitað! Aldrei fjalla þau um málið af neinni dýpt eða staðreyndum. Alltaf bara um að þetta sé umdeilt mál. Sem sagt að þrasað sé um það.
Í silfrinu var rétt minnst á málið en ekkert efnislegt var til umfjöllunar. Í sama þætti var svo viðtal við frambjóðendur í formann blaðamannafélagsins. Þetta er hagsmunamat Rúv. Varla mínúta í niðurlagningu stofnunar sem styður fólk sem ekki er blóðtengt milljarðamæringum til nýsköpunar. Frambjóðendur til formanns eigin félags – sem er svo innilega irrelevant félag að verkfalli var frestað til að formaðurinn kæmist í frí – fleiri fréttir og ítarlegri pólitísk umræða.
Sjálfhverfa þessar stofnunar á sér engan líkan. RÚV aðstoðaði einfaldlega ráðherra við að leggja niður stofnunina. Þagði málið gjörsamlega í hel. Það er ekki skrýtið að fólk leiti bara í gervifréttir á samfélagsmiðlum. Gæðin eru þau sömu.