„Sjálfstæðisflokkurinn er ekki ruslflokkur,“ þannig fullyrðir Vilhjálmur Bjarnason, fyrrum þingmaður flokksins, í langri greiningu um Sjálfstæðisflokksins, sem birt er í Mogga dagsins.
Vilhjálmur bítur í sinn eigin flokk: „Það orkar ávallt tvímælis þegar spurt er hvað einkennir stjórnmálaflokk. Stjórnmálaflokkar ættu að grundvallast á hugsjónum og hugmyndafræði. Stjórnmálaflokkur getur ekki grundvallast á hagsmunum og úthlutun gæða. Það kann að vera leið til öflunar fylgis að úthluta gæðum til fárra, en þeir sem þurfa að greiða fyrir þurfa þá að gæta sinna hagsmuna. Það er hægt að gera með því að breyta leikreglum.“
Og enn nánari greining á flokknum: „Það hefur verið til stjórnmálaflokkur á Íslandi sem hefur hangið saman á því að úthluta gæðum af almannaeign.“
Hvað sem segja um skýringar Villa Bjarna er víst að mikið er til í þessu: „Það er mikil bjartsýni að halda að hægt sé að einangra stjórnmál við hugsjónir.“ Hingað til hafa hagsmunir drepið allar hugsjónir. Og svo verður eflaust áfram, að óbreyttu.