- Advertisement -

Sjáið þennan ríka kall

Skyldi Eyjólfur hafa þurft að standa í röðum og bíða eftir matargjöfum hjá hjálparstofnunum.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Sjáið þennan ríka kall. Eyjólfur Árni Rafnsson. Vill að sjálfsögðu að launafólk éti það sem úti frýs meðan hann situr við veisluhlaðborðið með hinum ríku köllunum sem vilja lífskjarasamninginn feigan. Þeim finnst það fullkomlega eðlilegt að launafólk taki á sig skellinn í kreppunni. Meðan þeir telja hlutabréfin sín og peningana. Skyldi Eyjólfur hafa hugmyndaflug til að ímynda sér hvernig er að þurfa að vera á hlutabótum, vera atvinnulaus og þurfa að lifa á atvinnuleysisbótum. Eða hafa ekki efni á að borga af húsinu eða leiguna! Skyldi hann þekkja kvíðann yfir því að eiga ekki fyrir mat handa sér og börnunum. Skyldi Eyjólfur hafa þurft að standa í röðum og bíða eftir matargjöfum hjá hjálparstofnunum. Eyjólfur hafðu nú vit á að biðja launafólk afsökunar á að hafa í hótunum. Þolinmæði hinna vinnandi stétta er á þrotum. Atvinnurekendur komast ekki lönd né strönd nema að einhver vilji vinna fyrir þá.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjáið hvað vogar sér að segja eða að það blasi við.. „að fyrirtæki landsins muni eiga erfitt með að standa undir launahækkunum sem samið var um í Lífskjarasamningnum. Að fylgja þeim eftir leiði við núverandi aðstæður einungis til meira atvinnuleysis en ella.“



Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: