- Advertisement -

Sjáðu mark Þorleifs í bandarísku úrvalsdeildinni: „Fyrir ömmu Siggu“

Þorleifur Úlfarsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks og nú leikmaður Houston Dynamo, skoraði glæsilegt mark í nótt fyrir lið sitt. Markið tileinkaði hann „Ömmu Siggu“ og minntist hann þar ömmu sinnar heitinnar, Sigríðar Svanhildar Magnúsdóttur.

Á Twitter-síðu Houston leika þeir sér með nafn Þorleifs og tengja það við sjálfan Þórshamarinn. Á síðunni er talað um að „sonur Óðins“ sé mættur í MLS-deildina bandarísku.

Markið glæsilega skoraði Þorleifur í aðeins sínum öðrum byrjunarliðsleik Houston á tímabilinu en liðið sigraði leikinn gegn LA Galaxy 3-0. Mark Íslendingsins var á 62. mínutu leiksins og tók Þorleifur þreföld skæri gegn varnarmanni áður en hann þrumaði boltanum upp í þaknetið.

Hið magnaða mark Þorleifs má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:

Þú gætir haft áhuga á þessum
https://twitter.com/HoustonDynamo/status/1528548599390420992

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: