Sjáðu hversu marga „Bjarna“ Jóhann fann í skattaskjóli: „Ekkert sérstaklega fyndið samt. Meira grátbroslegt“
Jóhann Helgi Heiðdal ákvað í forvitni sinni að kanna hvort það væri fleiri en einn Bjarna að finna í alþjóðlegum gagnagrunni um einstaklinga í skattaskjólum. Eins og frægt er orðið reyndist Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, vera í slíkum grunni en hann er ekki sá eini sem Jóhann fann.
Jóhann birti lista sinn á spjallsvæði Sósíalistaflokksins og setur þar inn hlekk þannig að netverjar geti flett upp í gagnagrunni nöfnum Íslendinga sem þar kunna að leynast. Alls voru „Bjarnarnir“ níu talsins og Jóhann segir:
„Haha, ef maður flettir Bjarna Ben upp í alþjóðlegum database ICIJ yfir gagnaleka frá skattaskjólum, – með því að skrifa bara „Bjarni“ – þá kemur líka upp helling af öðrum íslenskum skattsvikurum að nafni Bjarni. Ekkert sérstaklega fyndið samt. Meira grátbroslegt,“ segir Jóhann.
Jóhann bendir fólki á að það geti síðan sjálft skemmt sér við að fletta upp íslenskum nöfnum í grunninum. Það finnst honum að gæti verið skemmtilegur samkvæmisleikur. Hér finnur þú gagnagrunninn sem Jóhann vísar til.