Fréttir

Sjá fyrir sér framsal kosningaréttar

By Miðjan

January 09, 2016

Stjórnmál Ingvi Hrafn Jónsson var með ungt fólk úr Sjálfstæðisflokknum í heimastjórn Hrafnaþings. Tveir ungir menn og ein kona.

Öll lögðu þau megináherslu á að Alþingi ljúki afgreiðslu áfengissölufrumvarps Vilhjálms Árnasonar og máli Bjartrar framtíðar um mannanafnanefnd. Höfuð áhersla unga fólksins var á þessi mál.

Ungu gestaráðherrarnir fóru víða í þættinum. Svo kom að þau töluðu um Alþingi og nútímann. Þau sáu fyrir sér að Alþingi yrði óþarft. Tæknin gerði senn kleift að rafrænar kosningar um öll helstu mál yrðu notaðar við ákvarðanatökuna.

Annar ungu mannanna talaði um fljótandi lýðræði. Hann sagði að ef hér yrðu rafrænar kosningar, og ef hann sem dæmi, nennti ekki að fylgjast með málum færi best á því að hann gæti framselt kosningaréttinn.

Almenn sátt var um þetta meða gestaráðherranna.