Sitthvað eru Strandamenn og þingmenn
Sigurjón Magnús Egilsson:
Þetta hefðu þingmennirnir í Birgisnefndin átt að vita. Nema þeim sé ætlað að fara sér eins hægt og mögulegt er. Vel má vera að svo sé.
Birgisnefndin fór enn og einu sinni í Borgarnes í gær. Birgisnefndin fann enn og aftur klúður. Ingi Tryggvason, og hans nánast samstarfsfólk, vekur sífellt meiri furðu.
Nær óskiljanlegt er að Birgisnefndin skuli ekki hafa séð til þess strax að leitað yrði af öllu grunsamlegu. Staðan er hreint ómöguleg.
Strandamaður, hreint ágætur, sagði eitt sinn við mig að Strandamenn viti að ekki sé hægt að stökkva yfir skurð í áföngum.
Þetta hefðu þingmennirnir í Birgisnefndin átt að vita. Nema þeim sé ætlað að fara sér eins hægt og mögulegt er. Vel má vera að svo sé.