Fréttir

Sitthvað eru flokkar og fjölmiðlar

By Miðjan

November 15, 2019

„Miðflokk­ur­inn lagði m.a fram til­lögu um að hætt yrði við að rík­i­s­væða fjöl­miðla á einka­markaði en stjórn­ar­flokk­arn­ir leggja til að 400 millj­ón­ir króna renni til miðla á einka­markaði. Gal­in hug­mynd þegar ríkið er nú þegar að setja 5 þúsund millj­ón­ir króna í rík­is­rek­inn fjöl­miðil. Það að reyna að koma öll­um fjöl­miðlum á rík­is­spen­ann minn­ir óþægi­lega á sam­fé­lög þar sem stjórn­völd reyna að stýra öll­um fjöl­miðlum. Fjöl­miðlar verða að geta starfað án rík­is­styrkja. Miðflokk­ur­inn mun á næst­unni kynna hug­mynd að því hvernig efla megi einka­rekna fjöl­miðla án þess að binda þá á rík­is­jöt­una.“

Þetta er úr grein Gunnars Braga Sveinssonar sem birt var í Mogga dagsins. Á sama tíma og Miðflokkurinn leggst gegn framlagi til fjölmiðla verður að hafa í huga að stjórnmálaflokkarnir fá 728 milljónir króna úr ríkissjóði á ári. Þar af er hlutur Miðflokksins drjúgur.

Í Kjarnanum má lesa: „Mið­flokk­ur­inn er fær nán­ast sama fram­lag og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, eða 71 milljón króna.“