„Miðflokkurinn lagði m.a fram tillögu um að hætt yrði við að ríkisvæða fjölmiðla á einkamarkaði en stjórnarflokkarnir leggja til að 400 milljónir króna renni til miðla á einkamarkaði. Galin hugmynd þegar ríkið er nú þegar að setja 5 þúsund milljónir króna í ríkisrekinn fjölmiðil. Það að reyna að koma öllum fjölmiðlum á ríkisspenann minnir óþægilega á samfélög þar sem stjórnvöld reyna að stýra öllum fjölmiðlum. Fjölmiðlar verða að geta starfað án ríkisstyrkja. Miðflokkurinn mun á næstunni kynna hugmynd að því hvernig efla megi einkarekna fjölmiðla án þess að binda þá á ríkisjötuna.“
Þetta er úr grein Gunnars Braga Sveinssonar sem birt var í Mogga dagsins. Á sama tíma og Miðflokkurinn leggst gegn framlagi til fjölmiðla verður að hafa í huga að stjórnmálaflokkarnir fá 728 milljónir króna úr ríkissjóði á ári. Þar af er hlutur Miðflokksins drjúgur.
Í Kjarnanum má lesa: „Miðflokkurinn er fær nánast sama framlag og Framsóknarflokkurinn, eða 71 milljón króna.“