- Advertisement -

Sitthvað er sjalli og sósíalisti

„Fram­boð mitt er al­gjör­lega á fag­leg­um nót­um og mér er mjög illa við flokks­fram­boð í þessu efni,“ sagði Hauk­ur. „Ég hef starfað fyr­ir eldri borg­ara í tvö ár og unnið að mál­efn­um þeirra. Ég er fræðimaður í Reykja­víkurAka­demí­unni og byrjaði á að gera skýrslu um mál­efni eldri borg­ara. Ég hef áhuga á mál­efn­um þeirra og hef ein­göngu skilað frá mér út­reikn­ing­um og fræðilegu efni um kjör aldraðra.“

Þetta er tilvitnun í frétt í Mogganum Það er Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sem talað var við. Og hvert var tilefnið?

„Fjög­ur af sex­tán sem bjóða sig fram til setu í stjórn Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík og ná­grenni (FEB) sitja í stjórn­um eða nefnd­um Sósí­al­ista­flokks­ins. Aðal­fund­ur FEB fer fram fimmtu­dag­inn 12. mars og þar verður m.a. kos­inn nýr formaður auk fimm stjórn­ar­manna í sjö manna stjórn og þriggja vara­manna,“ segir í fréttinni.

Haukur benti; „…á að keppi­naut­ur hans um for­manns­sætið, Ingi­björg H. Sverr­is­dótt­ir, væri flokks­bund­in sjálf­stæðis­kona, virk­ur fé­lagi í Sjálf­stæðis­flokkn­um og bar­áttu­kona gegn þriðja orkupakk­an­um. Hauk­ur sagði að fólk úr stjórn­mála­flokk­un­um hefði lengi tekið þátt í störf­um fyr­ir FEB. Hann tel­ur að á stund­um hafi stjórn­mála­tengsl verið slæm fyr­ir hags­muna­bar­áttu aldraðra þegar stjórn­ar­menn FEB hafi verið sam­flokks­menn ráðherr­ans sem fer með mála­flokk­inn. Þá hafi flokks­holl­ust­an stund­um orðið hags­muna­bar­átt­unni yf­ir­sterk­ari. Hann benti á að Sósí­al­ista­flokk­ur­inn færi ekki með neitt ráðuneyti og hefði því enga mögu­leika á að fegra ímynd sína eða fagráðherra á þenn­an hátt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mogginn er oft hreint dásamlega lúðalegur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: